Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

261/281

Hrœðileg árátta

Það er alger heimska að draga að gera undirbúning fyrir hið komandi líf þangað til næstum því að síðustu klukkustund yfirstandandi lífs. Það eru einnig mikil mistök að bíða með að bregðast við tilkalli Guðs um gjafmildi við málefni hans þangað til tími er kominn til að færa ráðsmennsku þína yfir á aðra. Þeir sem þú treystir fyrir taléntum efna þinna fara ef til vill ekki eins vel með þær og þú hefur gert. Hvernig dirfast ríkir menn að taka svo mikla áhættu . . ? RR 168.1

Það sem margir hugleiða að láta bíða þangað til þeir eru um það bil að deyja, myndu þeir, væri þeir í sannleika kristnir, framkvæma meðan þeir hafa sterk tök á lífinu. Þeir myndu helga sjálfa sig og eignir sínar Guði og myndu meðáffþeir enn væri í ráðsmannsstöðu, njóta þeirrar ánægju að gera skyldu sína. Með því að vera sínir eigin skiptaráðendur, gætu þeir sjálfir brugðist við tilkalli Guðs, í stað þess að fá öðrum þá ábyrgð í hendur. RR 168.2

Við ættum að líta á okkur sjálf sem ráðsmenn eigna Drottins og á Guð sem aðaleigandann sem okkur beri að skila hans eigin eignum til, þegar hann krefst þeirra. Þegar hann kemur til að taka á móti sínu eigin með vöxtum, munu hinir ágjörnu sjá að í stað þess að ávaxta talenturnar sem þeim hefur verið treyst fyrir, hafa þeir kallað yfir sig þann dóm sem kveðinn var upp yfir hinum ódygga þjóni. RR 168.3