Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

260/281

Betri leið

Drottinn myndi vilja að fylgjendur hans úthlutuðu efnum sínum meðan þeir geta gert það sjálfir. Sumir kunna að spyrja: “Verðum við í rauninni að afsala okkur öllu því sem við köllum okkar eigið?” Það kann að vera að þess sé ekki krafist af okkur nú en við verðum að vera viljug að gera slíkt í þágu Krists. Við verðum að viðurkenna að eignir okkar tilheyra honum algerlega, með því að nota af þeim óhindrað hvenær sem þörf er á efnum til að efla málefni hans. Sumir loka eyrum sínum fyrir beiðnum um fjármuni til að senda trúboða til útlanda og til að útbreiða sannleikann og dreifa honum eins og haustlaufblöðum um allan heiminn. RR 167.1

Slíkir afsaka eigingirni sína með því að upplýsa þig um að þeir hafi gert ráðstafanir til að vera gjafmildir við dauða sinn. Þeir hafi tekið mið af málefni Guðs í erfðaskrá sinni. Þess vegna lifa þeir ágjörnu lífi, ræna Guð í tíundum og gjöfum og skila Guði, í erfðaskrám sínum aðeins litlum hluta af því sem hann hefur léð þeim en láta stóran hluta ganga til skyldmenna sem hafa engan áhuga fyrir sannleikanum. Þetta er versta tegund ráns. Þeir ræna Guð því sem honum réttilega tilheyrir, ekki aðeins gegnum allt lífið, heldur líka þegar þeir deyja. RR 167.2