Boðskapur til safnaðarins, vol. 2

1/32

Boðskapur til safnaðarins Vol.2

Efnisyfirlit

Kafli 35— Hvatning til æskunnar

Kæru ungu vinir, það sem þið sáið munuð þið og uppskera. Nú er sáningartíminn fyrir ykkur. Hver mun uppskeran verða? Hverju eruð þið að sá? Hvert orð sem þið segið, hver athöfn sem þið framkvæmið er sæði sem mun bera ávöxt til góðs eða ills og mun leiða fögnuð eða sorg yfír þann sem sáir. Uppskeran sem skorin er upp mun fara eftir sæðinu sem sáð er. Guð hefur gefið ykkur mikið ljós og mörg forréttindi. Eftir að þetta ljós hefur verið veitt ykkur, eftir að hættur ykkar hafa skýrt verið gerðar ykkur ljósar, leggst ábyrgðin á ykkur. Það fer eftir afstöðu ykkar til ljóssins sem Guð hefur gefið ykkur, hvort þið leggið lóð á vogaskál hamingjunnar eða bölvunarinnar. Þið eruð sjálf að ákvarða örlög ykkar. BS2 209.1

Öll hafið þið áhrif til góðs eða ills á huga og lunderni annarra. Og einmitt þau áhrif sem þið hafið eru skráð í skýrslubók himinsins. Engill fylgir ykkur og skráir niður orð ykkar og athafnir. Finnið þið til hjálparleysis ykkar og þarfar ykkar á styrk frá Guði, þegar þið rísið úr rekkju á morgnana? Og gerið þið í auðmýkt og af hjarta þarfir ykkar kunnar ykkar himneska föður? Ef svo er munu englar setja á sig bænir ykkar og hafi þessar bænir ekki verið uppgerðin ein stendur verndarengill ykkar við hlið ykkar þegar þið eruð í þeirri hættu að gera óafvitandi rangt og hafa áhrif sem munu leiða aðra til að gera rangt og munu þeir benda ykkur á betri leið, velja orðin fyrir ykkur og hafa áhrif á athafnir ykkar. BS2 209.2

Ef ykkur finnst þið ekki vera í neinni hættu og ef þið flytjið ekki bæn um hjálp og styrk til þess að standast freistingar getið þið verið viss um að fara vill vega. Vanræksla ykkar á skyldu ykkar mun verða skráð í bók Guðs á himni og þið munuð verða léttvæg fundin á reynsludeginum. BS2 209.3

Sumir umhverfis ykkur hafa hlotið trúarlegt uppeldi en aðrir hafa vanist við hóglífi, dálæti, lof og hrós svo að þeir urðu bókstaflega óhæfir til að stunda hagnýt störf. Ég tala um persónur sem ég þekki. Lunderni þeirra er svo afmyndað af hóglífi, lofi og iðjuleysi að þeir eru til einskis nýtir í þessu lífi. Og ef þeir eru til einskis nýtir í þessu lífi, hvers getum við þá vænst varðandi það líf þar sem allt er hreinleiki og heiðarleiki og allir hafa fagurt lunderni? Ég hef beðið fyrir þessum persónum. Ég hef rætt við þær persónulega. BS2 209.4

Ég gat séð þau áhrif sem þær hafa á aðra rneð því að leiða þá til hégóma, ástar á fötum og kæruleysis varðandi eilífðarmálin. Eina vonin fyrir þennan hóp manna er að hann gæti sín, auðmýki sín stoltu, hégómlegu hjörtu fyrir Guði, játi syndir sínar og endurfæðist.1

BS2 210.1

Þroskið með ykkur smekk fyrir andlegum hlutum

Eina vörnin fyrir hina ungu er sívökul aðgætni og auðmjúk bæn. Þeir skyldu ekki telja sér trú um að þeir geti verið kristnir án þessa. Satan hylur freistingar sínar og brögð sín undir ljóshjúp rétt eins og þegar hann kom til Krists í eyðimörkinni. Hann var þá að útliti sem einn af hinum himnesku englum. Óvinur sálna okkar mun koma til okkar sem himneskur gestur og postulinn bendir á að eina vörn okkar sé að vera allsgáð og vakandi. Ungt fólk sem sýnir kæruleysi og léttúð og vanrækir kristilegar skyldur fellur stöðugt fyrir freistingum óvinarins í stað þess að sigra eins og Kristur sigraði.2 BS2 210.2

Margir segjast vera Drottins megin en eru það ekki. Allur þungi athafna þeirra er á sveif með Satan. Hvaða aðferð eigum við að nota til að ákvarða hvorum megin við erum? Hver á hjarta okkar? Um hvern snúast hugsanir okkar? Hvern elskum við að ræða um? Hver á hlýjustu tilfinningar okkar og bestu krafta? Ef Kristur á okkur, snúast hugsanir okkar um hann og hann er kærasta hugleiðingarefni okkar. Við bindum ekki vináttu við heiminn. Allt sem við eigum og erum er honum helgað. Við þráum að bera mynd hans, anda hans Anda, gera vilja hans og þóknast honum í hvívetna. BS2 210.3

Sönn menntun er mátturinn til að nota hæfileika okkar til þess að ná góðum árangri. Hví er það að við veitum trúnni svo litla athygli á sama tíma og við beinum styrk heila, beina og vöðva að heiminum? Er það af því að allur kraftur okkar beinist í þá átt. Við höfum þjálfað okkur til þess að taka þátt í heimslegum viðskiptum með ákafa og krafti þar til huganum finnst sjálfsagt að snúa sér í þá átt. Þess vegna finnst kristnum mönnum trúarlífið svo erfítt en líf heimsins svo auðvelt. Við þjálfum hæfíleikana til þess að beina kröftum sínum í þá átt. Í trúarlífinu höfum við játað með vörunum sannleika Guðs orðs en sú játning hefur ekki komið fram í verki í lífinu. BS2 210.4

Það er ekki gert hluti af uppeldinu að rækta með sér trúarlegar hugsanir og tilbeiðsluanda. Þetta tvennt ætti að hafa áhrif á alla mannveruna og stjórna henni. Það vantar þá venju að gera rétt. Það er gert á tilviljunarkenndan hátt við hentugar aðstæður en það er ekki ráðandi meginregla hugans að hugsa eðlilega og viðstöðulaust um guðlega hluti. BS2 211.1

Það verður að ala upp hugann og aga hann til þess að elska hreinleika. Það ætti að hvetja til kærleika til þess sem andlegt er, já að því verður að stuðla ef þið ætlið að vaxa í náð og í þekkingu á sannleikanum. Löngun í góðvild og sannan heilagleika er sjálfsögð svo langt sem hún nær en ef við látum þar staðar numið gagnar slíkt ekkert. Góður ásetningur er ágætur en mun reynast gagnslaus nema hann sé framkvæmdur af festu. Margir munu glatast þó að þeir vonist til að verða sannkristnir menn og langi til þess því að þeir gerðu enga einlæga tilraun til þess og því munu þeir verða vegnir á vogarskálum og léttvægir fundnir. Viljanum verður að beina í rétta átt. Ég vil verða heilshugar kristinn maður. Ég vil fá að þekkja lengd og breidd, hæð og dýpt fullkomins kærleika. Hlýðið á orð Jesú: „Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu því að þeir munu saddir verða.” Matt. 5, 6. Kristur hefur séð fyrir því á fullnægjandi hátt að seðja megi þá sál sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.3

BS2 211.2

Klífið hœrri tinda andlega talað

Hinn hreini kærleikur mun hefja sálina upp á hærri tinda til aukinnar þekkingar á guðlegum hlutum svo að hún geri sér ekki að góðu minna en að öðlast fyllingu. Fæstir játendur kristninnar hafa tilfinningu fyrir þeim andlega styrk sem þeir gætu öðlast ef þeir væru jafn kappsfullir, ákafir og þolgóðir í því að öðlast þekkingu á guðlegum hlutum eins og þeir eru í því að ávinna sér hina lítilíjörlegu, forgengilegu hluti þessa lífs. Fjöldi þeirra sem játar kristindóm gerir sér að góðu að vera andlegir dvergar. Þeir hafa enga tilhneigingu til að gera það að markmiði sínu að leita fyrst ríkis Guðs og hans réttlætis og því er guðræknin hulinn leyndardómur sem þeir geta ekki skilið. Þeir þekkja ekki Krist af eigin reynslu. BS2 211.3

Hver sá karl og kona sem gerir sér að góðu bæklun og dvergvöxt í guðlegum hlutum ætti skjótlega að flytjast til himins og um stund að vera vottur að hinu háa og heilaga stigi fullkomnunarinnar sem þar er ávallt að finna — þar sem hver sál er fyllt kærleika, hver ásjóna geislandi af gleði, hrífandi tónlist í ómþýðum hljómum stígur upp til heiðurs Guði og lambinu og endalausar ljósbylgjur flæða yfir hina heilögu af ásjónu hans sem í hásætinu situr og frá lambinu. Þeir þurfa að gera sér ljóst að það er æðri og meiri fögnuð enn að finna, því að hæfileiki þeirra til að eignast meira af eilífum fögnuði vex eftir því sem þeir taka við meira af fögnuði Guðs. Þannig halda þeir áfram að teyga af ótæmandi lindum dýrðar og ólýsanlegrar sælu. Gætu slíkar persónur, spyr ég, blandast hinum himneska skara, tekið þátt í söng hans og þolað hina hreinu, háleitu og hrífandi dýrð sem stafar frá Guði og lambinu? Ó, nei! Náðartími þeirra var lengdur um mörg ár til þess að þeir gætu numið tungumál himinsins, til þess að þeir gætu orðið „hluttakar í guðlegu eðli, eftir að hafa komist undan girndaspillingunni, sem er í heiminum.” 2. Pét. 1, 4. En þeir sinntu eigin áhugamálum í eigingirni og létu hæfileika hugans og alla krafta veru sinnar beinast að þeim. Þeir höfðu ekki efni á að þjóna Guði óskipt og gera það að áhugamáli sínu. Heimsleg störf urðu að koma fyrst og taka það besta af hæfileikum þeirra og aðeins hvikul hugsun helguð Guði. Eiga slíkir að ummyndast eftir lokaákvörðunina. „Hinn heilagi helgist áfram,” „hinn saurugi saurgi sig áfram”? Þessi tími er að koma. BS2 212.1

Þeir sem hafa þjálfað huga sinn við það að gleðjast yfir andlegum iðkunum munu ummyndast og eigi yfirbugast af hreinleika og geislandi dýrð himnanna. Þið kunnið að hafa góða þekkingu á listum, bera skyn á vísindi, skara frarn úr í tónlist og ritstörfum og framkoma ykkar falla samferðafólki ykkar vel í geð en hvað snertir þetta undirbúninginn fyrir himininn? Hvað snertir þetta undirbúning ykkar fyrir að standast frammi fyrir dómstóli Guðs?4

BS2 212.2

Verðum að eignast himneska skapgerd hér á jörðu

Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Aðeins heilagleikinn mun búa ykkur undir himininn. Það er aðeins einlæg guðrækni, sem birtist í verki, sem getur gefið ykkur hreina og göfuga skapgerð og gert ykkur kleift að komast í návist Guðs sem býr í ljósi er enginn fær til komist. Við verðum að eignast hina himnesku skapgerð hér á jörðu því að annars munum við aldrei eignast hana. Byrjið því strax. Teljið ykkur ekki trú um að þann tíma muni að bera er auðveldara verði að sýna einlæga viðleitni en nú er. Með hverjum degi fjarlægist þið Guð. Búið ykkur undir eilífðina af meiri áhuga en þið hafið áður sýnt. Alið hugann upp til þess að elska Biblíuna, að elska bænasamkomur, að elska tilbeiðslustundir og umfram allt þær stundir er sálin hefur samfélag við Guð. Temjið ykkur himneskt hugarfar ef þið ætlið ykkur að taka undir með himnakórnum í vistarverunni hið efra.5

BS2 212.3

Svarið kærleika Guðs meðan þið getið

Hugur minn reikar til baka til hins trúa Abrahams sem í hlýðni við boð Guðs sem hann fékk í nætursýn við Berseba tekur sér ferð á hendur með Ísak sér við hlið. Hann sér fyrir sér fjallið sem Guð hafði sagt honum að hann ætti að færa fórnir á. BS2 213.1

Titrandi, kærleiksríkar hendur samúðarfulls föður bundu Isak af því að Guð hafði boðið svo. Sonurinn beygir sig undir að vera fórnað af því að hann trúir á heiðarleika föður síns. En þegar allt er tilbúið, þegar búið er að reyna til fulls trú föðurins og undirgefni sonarins, stöðvar engill Guðs upplyfta hönd Abrahams sem er að því kominn að deyða son sinn og segir honum að nú sé nóg komið. „Nú veit ég að þú óttast Guð, þar sem þú synjaðir mér ekki um einkason þinn.” 1. Mós. 22,12. BS2 213.2

Þessi trúarathöfn er skráð okkur til blessunar. Hún kennir okkur þá miklu lexíu að treysta kröfum Guðs þó að þær særi og gangi okkur nærri. Og hún kennir börnum að sýna foreldrum sínum og Guði fullkomna undirgefni. Með hlýðni Abrahams er okkur kennt að ekkert er of dýrmætt fyrir okkur til að gefa Guði. BS2 213.3

Guð gaf son sinn til að lifa lífi í auðmýkt, sjálfsafneitun, fátækt, erfiði, smán og síðan í kvalarfullan dauða á krossi. En enginn engill var þar til þess að flytja fagnaðartíðindin: „Nú er nóg komið. Þú þarft ekki að deyja, minn ástkæri sonur.” Hersveitir engla biðu sorgmæddar og vonuðu að Guð kæmi á síðasta augnabliki í veg fyrir smánarfullan dauða sonarins eins og gerðist med Ísak. En englum var ekki leyft að flytja neinn slíkan boðskap til Guðs ástkæra sonar. Auðmýkingin í dómssalnum og á leiðinni til Golgata hélt áfram. Hann var hæddur, smánaður og það var hrækt á hann. Hann þoldi spott, smán og spé þeirra sem hötuðu hann þar til hann drúpti höfði á krossinum og dó. BS2 213.4

Gat Guð gefið okkur nokkra meiri sönnum um kærleika sinn en þá að gefa son sinn þannig til þess að þola þessar þjáningar? Og eins og gjöf Guðs til mannsins var frjáls gjöf, kærleikur hans óendanlegur, eru kröfur hans til trausts okkar, hlýðni okkar og alls hjarta okkar og alls kærleika okkar á sama hátt óendanlegar. Hann krefst alls þess sem manninum er mögulegt að gera. Undirgefni okkar verður að samsvara gjöf Guðs. Hún verður að vera algjör og einskis vant. Við erum öll skuldug Guði. Hann hefur kröfur á okkur sem við getum ekki uppfyllt án þess að gefa okkur sjálf sem algjöra og sjálfviljuga fórn. Hann krefst skjótrar og fúsrar hlýðni og tekur ekkert minna en þetta gilt. Við höfum nú tækifærið til að öðlast kærleika og hylli Guðs. Þetta ár kann að vera hið síðasta í lífi sumra þeirra sem þetta lesa. Eru einhverjir á meðal æskunnar sem lesa þessi hvatningarorð og kjósa skemmtanir heimsins fremur en friðinn sem Kristur gefur hverjum þeim sem í einlægni leitar hans og framkvæmir vilja hans með gleði?6

BS2 214.1

Veginn á vogarskálum

Guð er að vega lunderni okkar, hegðun okkar og kveikju verka okkar á vogunum í helgidómnum. Það verður hræðilegt ef lýst verður yfir að okkur skorti kærleika og hlýðni við endurlausnara okkar sem dó á krossinum til þess að draga hjörtu okkar til sín. Guð hefur veitt okkur miklar og dýrmætar gjafir. Hann hefur veitt okkur ljós og þekkingu á vilja sínum svo við þyrftum ekki að ganga í villu eða myrkri. Að vera veginn á vogarskálum og léttvægur fundinn á degi lokauppgjörs verður skelfilegt, hræðileg mistök sem aldrei verður hægt að leiðrétta. Ungu vinir, ætlið þið að láta leita árangurslaust í bók Guðs að nöfnum ykkar? BS2 214.2

Guð hefur gefið ykkur verk að vinna fyrir sig sem gerir ykkur að samverkamönnum hans. Allt umhverfis ykkur eru sálir til að bjarga. Það eru þeir sem þið getið hvatt og blessað með einlægri viðleitni ykkar. Þið getið snúið sálum frá synd til réttlætis. Þegar þið hafið tilfinningu um ábyrgð ykkar gagnvart Guði munuð þið finna þörf á trúmennsku í bæn og trúmennsku í aðgætni gagnvart freistingum Satans. Ef þið eruð í sannleika kristin mun ykkur langa meira til að harma siðferðislega myrkrið í heiminum heldur en að láta eftir léttúð og hroka í klæðaburði. Þið munuð vera meðal þeirra sem andvarpa og gráta yfir svívirðingum þeim sem framdar eru í landinu. Þið munuð standa í gegn þegar Satan freistar ykkar til að láta undan hégóma og skrauti og skarti til að sýnast. Það verður þröngt í þeim hugarfylgsnum og dvergvaxnir þeir vitsmunir, sem finna fullnægju í þessum hégómlegu hlutum á kostnað æðri ábyrgðar. BS2 214.3

Æskufólkið á okkar dögum getur orðið samverkamenn Krists ef það vill og með því að starfa getur trú þess styrkst og þekking þess á hinum guðlega vilja aukist. Hver sannur tilgangur og sérhver réttlát athöfn verður skráð í bók lífsins. Ég vildi að ég gæti vakið æskuna til að sjá og finna hversu syndsamlegt það er að lifa til að fullnægja eigin ánægju og að skerða þroska vitsmunanna með því að sækjast eftir hinum auðvirðulegu og hégómlegu hlutum þessa lífs. Ef það vildi hefja hugsanir sínar og orð yfir hin hégómlegu efni þessa heims og gera það að takmarki sínu að vegsama Guð mundi það eignast frið Guðs sem er æðri öllum skilningi.7 BS2 215.1

Guð vill að æskufólkið verði menn með einlægan huga, undirbúið til athafna í háleitu verki hans og hæft til að bera ábyrgð. Guð kallar unga menn með óspillt hjarta, sterka og hrausta og ákveðna að berjast karlmannlega í baráttunni sem fram undan er svo að þeir geti vegsamað Guð og verið blessun mannkyninu. Ef æskufólkið vildi aðeins gera Biblíuna að rannsóknarefni sínu og bæla niður ákafar langanir sínar og hlýða á raust skapara síns og endurlausnara mundi það ekki aðeins eiga frið við Guð heldur einnig finna sig helgað og göfgað. BS2 215.2

Berið með ykkur ljósið hvert sem þið farið. Sýnið að þið hafið sterkan ásetning til að bera, að þið eruð ekki óákveðnar persónur sem illum félögum finnst auðvelt að sveigja. Farið ekki eftir tillögum þeirra sem vanheiðra Guð en leitist fremur við að bæta, ávinna og bjarga sálum frá hinu illa. BS2 215.3

Leitið skjóls í bæninni. Talið þá til í auðmýkt og lítillæti sem eru andsnúnir. Ein sál sem frelsast frá villu og fylkir sér undir fána Krists mun vekja fögnuð á himnum og leiða til þess að þið fáið stjörnu í kórónu ykkar. Sál sem frelsast mun vegna áhrifa af guðrækni sinni leiða aðrar sálir til þekkingar á hjálpræðinu og þannig mun verkið margfaldast og aðeins við opinberun Guðs á degi dómsins mun það verða ljóst hversu vítt starfið hefur náð. BS2 215.4

Hikið ekki við að vinna fyrir Drottin sökum þess hvað þið haldið að þið getið lítið gert. Gerið það litla sem þið getið með trúmennsku því að Guð mun samstarfa með viðleitni ykkar. Hann mun skrá nöfn ykkar í lífsins bók sem persónu er verð er að ganga inn til fagnaðar Drottins.8 BS2 216.1