Kristur Frelsaei Vor

1/36

Kristur Frelsaei Vor

Formáli.

B E S T verður, frásögnin um líf frelsara vors, á jörðunni, sögð á barnslegu máli; þessi bók er riluð án þess að minst sé á alla viðburði þess. Vérgetum aldrei til fulls, skilið hve djúp og víðtæk þau áhrif eru, sem koma af lífi Jesú frá Nazaret. Sérhver blessun veitist oss, gegnum það samband, er kom milli himins og jarðar, þá er herra dýrðarinnar tók að sér að frelsa syndugan heim. Þessi áhrifamikla frásaga, hefir fylt andagift, bæði munn mælskumannanna og penna hinna lærðu. Hinir undraverðu viðburðir, þurfa ekki vorra skýringa eða viðbóta við. Fegurð þeirra, tekur fram öllum mannlegum listum. Þeir skína skærast í sínum eigin ljóma. KF v.1

Höfundurinn hefir ekki lagt áherslu á að nota neilt háfleygt mál. Frásögnin er einföld og greinileg, rituð með nákvæmri tilfinningu fyrir hinu óendanlega mikilvægi efnisins. Framsetningin er þannig, að ekki einungis börnin geta skilið efnið, heldur uppfyllist einnig sú ósk vor allra, er stendur í versinu: KF v.2

»Seg mér hinn eiufalda sannleika eins og litlu barni.« KF v.3

Vér óskum, að hann verði meðtekinn, með hinni sömu einlægni og hreinu trú. KF v.4

G. C. T.

* * * * *