Kristur Frelsaei Vor

30/36

Kafli 29—»Farið, og segið lærisveinum mínum það«.

AF því, sem Lúkas skrifar í guðspjalli sinu, sjáum vér glögt, að hinar guðhræddu konur, er voru viðstaddar, þegar Jesús var krossfestur, héldu hvíldardaginn. Hann segir: KF 151.1

»Og þær sneru aftur og bjuggu út ilmjurtir og smyrsl; og hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir, samkvæmt boðorðinu«. (Lúk. 23, 56). KF 151.2

Frelsarinn var greftraður á föstudaginn, sjötta dag vikunnar. Konurnar bjuggu út ilmjurtir og smyrsl til að smyrja með líkama drottins síns; en þær lögðu það til hliðar og héldu kyrru fyrir, þar til hvíldardagurinn var liðinn. Þær vildu ekki einu sinni gjöra svo mikið, sem að smyrja líkama Jesú á hvíldardegi. KF 151.3

»Og er hvíldardagurinn var liðinn, ... komu þær til grafarinnar mjög árla, hinn fyrsta dag vikunnar, um sólaruppkomu«. (Mark. 16, 1. 2). KF 151.4

Þá er þær komu í nánd við garðinn, sáu þær, sér til mikillar undrunar að himininn var allur uppljómaður, og fundu að jörðin skalf undir fótum þeirra. Þær flýttu sér til grafarinnar og urðu nú enn meir undrandi, er þær sáu að steininum var velt frá gröfinni, og að hinir rómversku verðir voru farnir. KF 151.5

Maria Magðalena kom til grafarinnar á undan hinum. Þegar hún sá ad steinninn var tekinn burt, hljóp hún burt og sagði lærisveinunum það. Þegar hinar konurnar komu til grafarinnar, sáu þær að birta skein kringum gröfina, og er þær gægðust inn í hana, sáu þær að hún var tóm. KF 152.1

En þær komu skyndilega auga á fagurt ungmenni í skínandi klæðum, er sat við gröfina. Það var engillinn er hafði velt steininum burt. Hann sagði við þær: KF 152.2

»Óttist eigi! Því að eg veit, að þér leitið að Jesú, hinum krossfesta. Hann er eigi hér, þvi að hann er upprisinn, eins og hann sagði. Komið, sjáið staðinn, þar sem drottinn lá. Og farið nú með skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upprisinn frá dauðum; og sjá, hann fer á undan yður til Galileu; bar munuð þér sjá hann«. (Matt. 28, 5—7). KF 152.3

Og konurnar gægðust aftur inn í gröfina og sáu annan engil, er sagði við þær: KF 152.4

»Hví leitið þér hins lifandi meðal hinna dauðu? Hann er ekki hér, heldur er hann upprisinn, minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu, og sagði að mannsins sonur ætti að verða framseldur i hendur syndugra manna og verða krossfestur og upprísa á þriðja degi«. (Lúk. 24, 5—7). KF 152.5

Engillinn talaði við þær, um dauða Krists og upprisu. KF 152.6

Hann vakti athygli þeirra á þeim orðum, er Jesús hafði talað við þær, þá er hann sagði þeim frá dauða sinum og upprisu. Og nú skildu þser þýðinguna í orðum Jesú, og með nýrri von og nýju hugrekki, flýttu þær sér af stað, til að segja þessi fagnaðartíðindi. KF 152.7

Maria var ekki viðstödd, er þetta skeði, en hún kom litlu síðar og með henni Pétur og Jóhannes, Þegar þeir, sem við gröfina voru, sneru aftur til Jerusalem varð María eftir við gröfina. Hún gat ekki yfirgefið þenna stað, fyr en hún fékk að vita hvað orðið væri af líkama drottins. Og er hún stóð þarna og grét, heyrði hún röddu, er spurði; KF 152.8

»Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?« KF 153.1

Augu hennar voru svo þrútin af tárum, að hún sá ekki. hver það var sem talaði við hana. KF 153.2

Hún hélt það væri grasgarðsvörðurinn, og sagði við hann í bænarróm: KF 153.3

»Herra, hafir þú borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefir lagt hann, og eg mun taka hann«. KF 153.4

Hún hugsaði, að ef gröf þessa ríka manns væri álitin of heiðarlegur staður fyrir drottinn hennar. þá mundi hún sjálf finna stað fyrir hann. En nú hljómaði Jesú eigin rödd fyrir eyrum hennar. Hann sagði: KF 153.5

»María!« KF 153.6

Hún þerraði burtu tárin og sá nú Jesúm. í gleði sinni gleymdi hún að hann hafði verið krossfestur, og rétti hendurnar móti honum og sagði: KF 153.7

»Rabbúni!« (meistari). KF 153.8

Jesús segir við hana: »Snert þú mig ekki, því að enn þá er eg ekki uppstiginn til föður míns; en far þú til bræðra minna og seg þeim: Eg stíg upp til föður míns og föður yðar, til guðs míns og guðs yðar«. (Jóh, 20, 15—17). KF 153.9

Jesús vildi ekki taka á móti tilbeiðslu vina sinna, fyr en hann vissi að faðirinn hefði tekið fórn hans gilda. KF 153.10

Hann fór upp] til sala himinsins, og fékk þá viðurkenningu af sjálfum guði, að friðþæging hans, fyrir syndir mannanna, væri fullkomin, svo að þeir fyrir hans blóð gætu öðlast eilift lif. KF 153.11

Höfðingja lífsins var gefið alt vald á himni og jörðu. Hann kom i þennan synduga heim til þess að láta lærisveina sina fá hlutdeild i krafti sínum og dýrð. KF 153.12

* * * * *