Frá Ræðustóli Náttúrunnar
Capitol 1.—Við fjallið
Meira en f jórtán öldum áður en Jesús fæddist í Betlehem, söfnuðust Ísraelsmenn saman í hinum fagra Sikkems dal, og beggja megin frá fjallinu heyrðust raddir prestanna, er gjörðu kunna blessun og bölvun — “blessunina ef þjer hlýðið skipunum Drottins Guðs yðar, . . . . . . en bölvunina, ef þjer hlýðið ekki skipunum Drottins Guðs yðar.” 5. Mós. 11, 27. 28. Og þannig varð fjallið, sem blessunarorðin hljómuðu frá, alkunnugt sem fjall blessunarinnar. FRN 9.1
En það var ekki á Gerísímfjalli, sem þau orð voru töl-uð, er koma sem blessun yfir heim fullan syndar og sorg-ar. Ísrael náði ekki þeirri háleitu fullkomnun, sem þeim var sett fyrir sjónir. Það er annar en Jósúa, sem verður að leiða fólk hans inn til hinnar sönnu hvíldar trúarinn-ar. Það er ekki Gerísím, sem nú er kunnugt, sem sælu-fjallið, en þar á móti hið ónefnda fjall við Genesaret-vatnið, þar sem Kristur talaði orð blessunarinnar til lærisveina sinna og mannfjöldans. FRN 9.2
Látum oss renna huganum til atburðanna á þeim tím-um; látum oss sitja við fjallið með lærisveinunum, og reyna að skilja þær hugsanir og tilfinningar, sem hreyfðu sjer innra með þeim. Ef vjer skiljum, hvað orð Jesú var fyrir þá, sem heyrðu það, þá munum vjer í þessum orðum hans geta sjeð nýjan skærleik og fegurð og tileinkað oss kjarna þeirra lærdóma, sem þau innihalda oss til handa. FRN 9.3
Þegar Frelsarinn byrjaði starfsemi sína, var hin alment ríkjandi hugmynd um Messías og starf hans þannig, að hún gjörði fólkið óhæft til að meðtaka hann. Sannur guðsótti var horfinn sökum erfikenninga og helgisiða, og spádómarnir voru lagðir út eftir því, sem drambsöm, heimselskufull hjörtu kröfðust. Gyðingarnir væntu hins komandi Messíasar, ekki sem frelsara er frelsar frá synd, heldur sem mikils þjóðhöfðingja, sem mundi gjöra ljónið af Júda ætt að drotnara yfir öllum þjóðum. Árangurslaust hafði Jóhannes skírari með hinum hjartarannsakandi krafti hinna gömlu spámanna, reynt að knýja þá til yfirbótar. Árangurslaust hafði hann við ána Jordan bent á það Guðs lamb, sem ber synd heimsins. Guð reyndi að leiða hugsanir þeirra að spádómum Jesaja um það, sem Frelsarinn átti að líða, en þeir vildu ekki heyra. FRN 9.4
Ef kennarar og leiðtogar Israels hefðu verið móttækilegir fyrir hina umbreytandi náð Frelsarans, þá mundi hann hafa gjört þá að sendiboðum sínum meðal mannanna. Það var í Júdeu, sem boðskapurinn um Guðsríki fyrst hafði hljómað og kallið til iðrunar fyrst heyrðist. Með því að reka þá út, sem vanhelguðu musterið í Jerú- salem, hafði Jesús komið fram sem Messías — komið fram sem sá, er hreinsa skyldi sálina af saurgun syndarinnar og gjöra sitt fólk að heilögu musteri í Drotni. En leiðtogar Gyðinga vildu ekki lúta svo lágt, að taka tilsögn kennarans frá Nasaret. Við aðra heimsókn sína í Jerusalem var hann færður fram fyrir ráðið, og aðeins óttinn við lýðinn aftraði þessum háttsettu mönnum frá því að gjöra tilraun til að ráða hann af dögum. Þá var það, að hann fór burtu úr Júdeu og byrjaði að starfa í Galíleu. FRN 10.1
Hann var búinn að starfa þar í nokkra mánuði, þegar hann hjelt fjallræðuna. Boðskapurinn, er hann hafði flutt um landið, að “Himnaríki væri í nánd”, Matt. 4, 17, hafði vakið eftirtekt allra stjetta og ennfremur æst upp vonir þeirra um metorð og völd. Orðrómurinn um hinn nýja kennara hafði breiðst út fyrir landamæri Gyðingalands, og þrátt fyrir þá stefnu, sem klerkastjettin tók, var það þó álit almennings, að vera mætti að þetta væri hinn eftirþráði lausnari. Mjög mikill mannfjöldi fylgdi honum, hvar sem hann fór, og háar hrifningaöldur risu meðal lýðsins. FRN 11.1
Sá tími var kominn, er lærisveinarnir, sem höfðu verið í nánasta sambandi við Krist, skyldu taka meiri þátt með honum í starfsemi hans, svo að þessi mikli mannfjöldi væri ekki skilinn eftir eins og hjörð, er engan hirði hefir. Sumir þessara lærisveina höfðu verið í fylgd með Jesú, frá því að hann byrjaði fyrst starfsemi sína, og hinir tólf höfðu því nær allir sameinað sig honum, sem meðlimir fjölskyldu Jesú. En afvegaleiddir af kenningu lærifeðranna hölluðust þeir einnig að hinni almennu skoðun, er bygðist á voninni um jarðneskt ríki. Þeir gátu ekki skilið breytni Jesú. Þeir höfðu þegar verið orðnir órólegir og mæddir yfir því, að hann hafði ekki gjort peina tilraun til að styðja mál sitt með því, að reyna að tryggja sjer aðstoð prestanna og lærfeðranna, og yfir því, að hann gjörði ekkert til að koma sjer til valda sem jarðneskur konungur. Það þurfti enn að gjörast mikið verk fyrir lærisveinana, áður en þeir væru hæfir til hins heilaga ætlunarverks, sem þeim skyldi verða falið, er Jesús stigi upp til himins. Þrátt fyrir það, höfðu þeir látið kærleika Krists hafa áhrif á sig, og þó að þeir væru seinir til að trúa, gat Jesús þó sjeð í þeim menn, sem hann gat mentað, og uppfrætt til hins mikla verks síns. Og þegar þeir voru búnir að vera nógu lengi með honum til þess að vera orðnir nokkurn veginn staðfastir í trúnni á hina guðdómlegu köllun hans, og hann einnig frammi fyrir lýðnum hafði sýnt mátt sinn svo augljóslega, að þeir gátu ekki efast um hann, var leiðin opnuð fyrir þá yfirlýsingu viðvíkjandi meginreglum ríkis hans, er mundi hjálpa þeim til að skilja hið sanna eðli þess. FRN 11.2
Á fjalli einu nálægt Genesaretvatninu hafði Jesús verið alla nóttina á bæn fyrir þessum útvöldu mönnum. Í dögun kallaði hann þá til sín, og með bæn og lærdómsríkum orðum lagði hann hendur sínar yfir þá, blessaði þá og útvaldi þá þannig til að vinna að fagnaðarboðskapnum. Síðan fór hann með þeim niður að sjávarströndinni, þar sem mannfjöldinn hafði þegar árla morguns byrjað að safnast saman. FRN 13.1
Auk hins venjulega mannfiölda frá bæjunum í Galíleu, var þarna einnig mikill fjöldi frá Júdeu og sjálfri Jerúsalem, frá Bereö, margir hinna hálfheiðnu íbúa Dekapóles, margir frá Ídúmeu, landinu fyrir sunnan Júdeu, og frá Týrus og Sídon, hinum fönísku bygðum við Miðjarðarhafið. Þeir “heyrðu hve mikil verk hann gjörði”, og komu til “að heyra hann og til þess að fá lækning við sjúkdómum sínum”, og . . . . . . kraftur gekk út frá honum og læknaði þá alla.” Mark. 3, 8; Lúk. 6, 17—19. — Þegar mannfjöldinn var orðinn svo mikill að ekki var lengur rúm á hinni mjóu sjávarströnd, jafnvel ekki til að standa svo að allir þeir sem vildu, gætu heyrt til hans, gekk Jesús á undan fólkinu til fjallshlíðarinnar. Þegar hann var kominn þangað, sem var svo sljett, að hentugt var til samkomustaðar fyrir hinn mikla mannfjölda, settist hann niður í grasið, og lærisveinarnir og fólkið fór að dæmi hans. FRN 13.2
Lærisveinarnir höfðu safnast saman kringum Meistara sinn með þeim tilfinningum, að eitthvað meira en venjulegt væri í vændum. Eftir þá viðburði er höfðu átt sjer stað um morguninn, voru þeir þess fullvissir, að nú mundi fást vitneskja viðvíkjandi því ríki, sem þeir vonuðu að hann mundi bráðlega setja á stofn. Eftirvæntingartilfinning hafði gagntekið mannfjöldann, og í svip fólksins mátti sjá hrifni og áhuga. FRN 14.1
Meðan þeir sátu þarna í grænni fjallshlíðinni, bíðandi þess að heyra ræðu hins guðdómlega kennara, fyltust hjörtu þeirra hugsunum um framtíðarupphefð. Þarna voru skriftlærðir og Farísear, sem litu til þess dags, er þeir skyldu drotna yfir Rómverjum, sem þeir hötuðu, og verða aðnjótandi auðæfa og frægðarljóma hins mikla og volduga heimsríkis. Hinir fátæku bændur og sjómennirnir væntu þess að fá fullvissu um, að í stað ljelegu kofanna sinna, fæðunnar, er var af skornum skamti, hinnar lýjandi vinnu og kvíðbogans fyrir sulti og seyru, mundu þeir fá vegleg hús og rólega og hæga daga. í stað grófgjörðu klæðanna, sem þeir voru í á daginn, og ábreiðanna, er þeir notuðu á nóttunni, vonuðu þeir að Kristur mundi gefa þeim skrautklæði yfirdrotnara þeirra. FRN 14.2
Allra hjörtu voru gagntekin af þeirri mikillátu von, að Ísrael mundi bráðlega veitast sæmd og heiður í augsýn allra þjóða, sem hinni útvöldu þjóð Drottins, og Jerusalem verða hafin til höfuðstaðar í voldugu heimsríki. FRN 14.3