Deilan mikla
Í hinu allra helgasta
Atriðið um helgidóminn var sá lykill, sem opnaði leyndardóm vonbrigðanna, sem urðu árið 1844. Hann opnaði svo að greinilega sást fullkomið sannleikskerfi, alt í sambandi og fullu samræmi, sem sýndi að Guðs al-mættishönd hafði stýrt og stjórnað hinum miklu endur-komu hreyfingum; og komu þá í ljós skyldur þær, sem nú hvíldu á mönnunum, þegar þeim hafði verið opinberuð afstaða og verk hans útvalda fólks. Eins og lærisveinar Krists “urðu glaðir er þeir sáu Drottinn” eftir hina hræðilegu nótt angistar og vonbrigða, þannig glöddust þeir nú, sem í einlægri trú höfðu vænst endurkomu hans. Þeir höfðu vænst þess að hann kæmi í mikilli dýrð og verðlaunaði sína trúu þjóna; þegar þær vonir rættust ekki höfðu þeir mist sjónar á Jesú og þeir sögðu harmþrungnir eins og María hjá gröfinni: “Búið er að taka burt Drottinn minn, og veit eg eigi hvar hann hefir verið lagður”. Nú sáu þeir hann aftur í hinu allra helgasta, þar sem hann birtist eins og hluttekningarsamur æðsti prestur þeirra og átti innan skamms að koma fram sem konungur þeirra og frelsari. Ljós frá helgidóminum Ijómaði upp það sem liðið var, nútíðina og framtíðina. Þeir vissu að Guð hafði leitt þá með sinni óskeikulu forsjá. Þrátt fyrir það þótt þeir, eins og hinir fyrstu lærisveinar, hefðu ekki skilið sjálfir boðskap þann er þeir fluttu, þá var hann samt í öllum atriðum réttur. Þegar þeir boðuðu hann, höfðu þeir uppfylt áform Guðs, og erfiði þeirra í nafni Drottins hafði ekki verið til einskis. Þeir endurfæddust með lifandi von; þeir fögnuðu með þeirri gleði, sem ekki verður með orðum lýst og í sér hafði mikla dýrð fólgna. 248 DM 248.1
Bæði spádómur Daníels 8 : 14: “Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar og þá mun helgidómurinn aft-ur verða kominn í samt lag”, og einnig boðskapur fyrsta engilsins: “Óttist Guð og gefið honum dýrðina, því stund hans dóms er komin” benti á starf Krists í hinu allra helgasta; benti á rannsóknardóminn, en ekki á komu Krists til endurlausnar folks hans og eyðileggingar hins illa. Misskilningurinn hafði ekki verið fólginn í misreikn-ingi á spádómstímabilinu, heldur á þeim viðburðum, sem ske áttu við lok hinna 2300 daga. Vegna þessa misskiln-ings höfðu hinir trúuðu biðið vonbrigði; samt sem áður var það alt sagt fyrir í spádómunum og alt sem þeir gátu vænst samkvæmt því sem í ritningunni var bent til, hafði komið fram. Einmitt þá, þegar þeir voru að barma sér yfir vonbrigðum sínum, hafði viðburður skeð, sem fyrir hafði verið spáð í boðskapnum og sem hlaut að verða áður en Drottinn gæti birst aftur, til þess að umbuna þjónum sínum. DM 249.1
Kristur hafði komið, ekki til jarðríkis, eins og þeir væntu, heldur eins og sýnt var fram á í eftirlíkingunni hafði hann komið til hins allra helgasta í musteri Guðs í himninum. Honum er lýst af spámanninum Daníel þannig að hann komi á þessum tíma þangað er “hinn aldr-aði var fyrir”: “Eg horfði í nætursýninni, og sjá, ein-hver kom í skýjum himins, sem mannssyni líktist; hann kom þangað sem hinn aldraði var fyrir og var leiddur fyrir hann”.1 Þessi koma er einnig sögð fyrir í spádómi Malakíasar: “Bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá Drottinn er þér leitið, og engill sáttmálans, sá er þér þráið, sjá hann kemur, segir Drottinn hersveitanna”.2 Koma Krists til tjaldbúðar hans var snögg, og óvænt fólki hans; það bjóst ekki við honum þar; það vonaðist eftir honum á jarðríki: “í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem ekki þekkja Guð og yfir þá, sem ekki hlýða fagnaðarerindi Drottins vors Jesú”. DM 249.2
Þegar Kristur kom í hið allra helgasta, sem æðsti prestur, til þess að hreinsa helgidóminn, þá rættist það sem um var spáð í Daníelsbók 8 : 14; það sem við er átt í Daníelsbók 7 : 13, að koma mannsins sonar þangað sem hinn aldraði var fyrir, og það sem bent er á hjá Malakías um komu Drottins til síns mikla musteris; þessi atriði öll eiga við sama viðburðinn og um þetta er einnig spáð í frásögninni um komu brúðgumans til brúðkaupsins, sem Kristur skýrir sjálfur í dæmisögunni um hinar tíu meyj-ar og lesa má í 25. kapítula Matteusar guðspjails. DM 249.3
Í dæmisögunni í 22. kapítula Matteusar guðspjalls er getið um þetta sama brúðkaup; og rannsóknardómur-inn er greinilega skýrður þannig að hann átti að fara fram á undan brúðkaupinu: “Konungurinn kom inn áður en brúðkaupið hófst til þess að skoða gestina og komast eftir því hvort þeir væru allir skrýddir brúð-kaupsklæðum1, hinum hreinu skikkjum síns flekklausa lífernis, hvítfáguðum í blóði lambsins 2. Þeim sem ekki er skrýddur brúðkaupsklæði er kastað út, en allir þeir sem við rannsóknardóminn eru meðteknir í ríki Guðs og tald-ir verðugir hluttekningar í hans heilaga konungdómi. þeir hljóta sæti við hásæti hans. Þessi rannsóknardóm-ur á líferni manna, til þess að ákveða það, hverjir séu hæfir fyrir ríki Guðs, er sá dómur, sem um er talað og er síðasta athöfnin í helgidómnum á himnum. DM 250.1
Þegar rannsóknarverkinu er lokið, þegar mál þeirra allra, sem á öllum öldum hafa játað trúna á Krist hefir verið rannsakað og dæmt, þá fyrst verður náðartíminn úti og dyrum miskunnarinnar lokað. Þannig er því lýst í einni stuttri setningu: “Þeir sem viðbúnir voru gengu með honum inn til brúðkaupsins og dyrunum var lokað” Með þessu komumst vér alla leið til hinna síðustu embætt-isathafna frelsarans, þegar hans mikla verki mönnunum til sáluhjálpar er að fullu lokið. DM 250.2
Þjónustan, sem fram fór í hinum jarðneska helgi-dómi, er, eins og vér höfum séð, eftirmynd þjónust-unnar í hinum himneska; þegar æðstipresturinn á friðþægingardeginum gekk inn í hið allrahelgasta, var þjónustunni í hinu helga lokið. Fyrirskipanir Guðs voru á þessa leið: “Og enginn maður má vera inni í samfundatjaldinu er hann gengur inn til þess að frið-þægja í helgidóminum til þess er hann fer út”.3 Þegar því Kristur fór inn í það allra helgasta til þess að fram-kvæma hið síðasta atriði friðþægingarinnar, þá var starfi hans í fremri deildinni lokið. En þegar endað var starfið í fremri deildinni, hófst athöfnin í hinna. Þegar æðsti presturinn, í sambandi við líkingarþjónustuna, á friðþæg-ingardaginn yfirgaf verk sitt í hinu helga, fór hann fram fyrir Guð til þess að færa honum blóð fórnardýrsins fyrir hönd alls Ísraels lýðs, þess er í sannleika iðraðist synda sinna. Kristur hafði þannig aðeins fullkomnað eitt at-riði embættis síns þegar hann byrjaði á því næsta, hann hélt áfram að biðja föður sinn fyrir syndurunum og frið-þægja fyrir þá með blóði sínu. DM 250.3
Nú kom fram það sem við er átt í orðunum um Krist í Opinberunarbókinni, sem töluð eru til kirkjunnar ein-mitt nú á dögum: “Þetta segir sá heilagi, sá sanni, sem hefir lykil Davíðs; hann sem lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp. Eg þekki verkin þín — sjá, eg hefi látið opnar dyr standa fyrir þér, sem enginn getur lokað”.1 DM 253.1
Ásigkomulag hinna trúlausu Gyðinga skýrir ásig-komulag hinna andvaralausu og trúlausu meðal þeirra, sem játa kristna trú, en hafa hana ekki í hjarta sínu; þeirra sem af ásettu ráði vita ekki um starf vors miskunn-sama æðsta prests. Þegar æðsti presturinn, í eftirlíking-ar athöfninni, gekk inn í helgidóminn átti allur Ísraels lýður að safnast saman umhverfis helgidóminn og auð-mýkja sálir sínar sem fullkomnast frammi fyrir Guði, til þess að hann gæti öðlast fyrirgefningu synda sinna og yrði ekki útskúfaður frá Guði. Hversu miklu meira er það vert að vér á þessum dögum, sem svo gagn-ólíkir eru eftirlíkingardegi friðþægingarinnar, skiljum verk vors æðsta prests og vitum hvaða skyldur oss ber að leysa af hendi. DM 253.2
Menn geta ekki afleiðingalaust hafnað þeim aðvör-unum, sem Guð af miskunn sinni veitir þeim. Boðskapur var sendur frá himnum á dögum Nóa, og frelsun mann-anna var undir því komin hvernig þeir tækju á móti þeim boðskap. Sökum þess að þeir höfnuðu þeirri aðvörun hvarf Guðs andi frá hinni syndugu kynslóð og hún fórst í hinu mikla flóði. Á dögum Abrahams hætti miskunn-semi Guðs að áminna hina syndumspiltu íbúa Sódóma, og allir nema Lot ásamt konu sinni og tveimur dætrum fórust í eldi þeim, sem sendur var af himni. Þannig var það á dögum Kristis. Sonur Guðs sagði við hina vantrúuðu Gyðinga þeirra tíma: “Sjá, hús yðar skal yður í eyði eftir skilið verða”.1 Þegar vér lítum á hina síðustu daga, segir hinn sami eilífi kraftur það sem hér er greint um þá sem: “veittu ekki viðtöku kærleikanum til sannleikans, að þeir mættu verða hólpnir. Og þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lýginni, til þess að allir þeir verði dæmdir, sem ekki hafa trúað sannleik-anum, en hafa haft velþóknun á ranglætinu”.2 Vegna þess að þeir höfnuðu kenningu orða hans, tók hann anda sinn frá þeim og skilur þeim eftir blekkinguna, sem þeir elska. DM 253.3
Þegar liðinn var tíminn, sem endaði 1844, kom tíma-bil mikillar reynslu fyrir þá, sem enn þá héldu fast við trú endurkomunnar. Þeirra eina huggun, að því er snerti hina réttu afstöðu þeirra, var Ijós það, sem beindi hugum þeirra til helgidómsins á himnum. Sumir féllu frá trúnni á það, sem þeir höfðu áður útreiknað viðvíkjandi spádóms-tímabilunum, og tileinkuðu mannlegum eða djöfullegum áhrifum hin miklu áhrif heilags anda, sem samfara hafði verið endurkomu hreyfingunni. Aðrir trúðu því staðfastlega að Drottinn hefði með handleiðslu sinni stjórnað þeim í þeirra fyrri reynslu, og þegar þeir biðu og báðu og athuguðu og þráðu að vita vilja Guðs, sáu þeir að hinn mikli æðsti prestur þeirra byrjaði annað þjónustustarf; með því að fylgja honum í trú, komust þeir einnig svo langt að þeir sáu síðustu störf safnaðar-ins. Þeir fengu gleggri skilning á boðskap fyrsta og annars engilsins og voru til þess reiðubúnir að taka á móti og flytja heiminum hina hátíðlegu aðvörun þriðja engilsins, sem um er getið í fjórtánda kapítula Opinber-unarbókarinnar. DM 254.1