Deilan mikla
Valdensarnir
Þrátt fyrir hið mikla myrkur sem ríkti í heiminum á dögum páfavillunnar, gat þó ljós sannleikans aldrei með öllu sloknað. Á öllum öldum átti Guð lærisveina er vitni báru um sannleika hans; menn voru altaf uppi sem varð-veittu trúna á Krist, sem hinn eina meðalgangara milli Guðs og manna; menn sem töldu heilaga ritningu hina einu réttu og sönnu mælisnúru fyrir lífi og breytni manna og héldu helgan hinn sanna hvíldardag. Hversu mikið mannkynið á þessum mönnum að þakka verður aldrei ljóst; fyrir því er ómögulegt að gera sér glögga grein. DM 53.1
Saga hins útvalda lýðs Guðs á dögum hins mikla myrkurs, sem kom á eftir harðstjórnartímabili Rómverja, er rituð á himnum einungis; hér á jarðríki vita menn lítið um hana. Aðeins lítið eitt er til sem skýri frá tilveru þeirra að undanskyldum ákærum þeirra sem ofsóktu þá. Það var siður Rómverja að eyðileggja allan ágreining í kenningum þeirra og dómum. Alt sem þar var talið vantrúaðs eðlis, hvort sem það var heldur maður eða skrif, var eyðilagt eða því tortímt. Efasemdir eða spurn-ingar um alveldi eða óskeikulleik páfans eða páfakenning-anna voru dauðasök, hvort sem í hlut átti vesall eða voldugur, auðugur eða snauður. Sömuleiðis reyndi róm-verska kirkjan að eyðileggja allar frásagnir um grimd-arverk þau er hún vann á andstæðingum sínum. Páfa-þing ákváðu að bækur eða skjöl með þess háttar frásögn-um skyldu brend á báli. Áður en prentunin fanst var lítið til af bókum og ekki þægilegt að geyma þær fáu sem til voru; þess vegna átti páfadómurinn auðvelt með að framkvæma þessar ákvarðanir sínar. DM 53.2
Í þeim löndum sem Rómverjar höfðu ekki lögsögn yfir voru í margar aldir fjöldi kristinna manna, sem héldust svo að segja að öllu leyti óspiltir af páfavillunni. Heiðnin var umhverfis þá á alla vegu, og þegar aldir liðu fram urðu þeir fyrir afvegaleiðslu af villum hennar. En þeir héldu áfram að skoða heilaga ritningu sem hina óskeikulu mælisnúru fyrir lífi manna og breytni og fylgdu stranglega mörgum sannindum hennar. Þessir kristnu menn trúðu á eilífan uppruna Guðs orðs og þeir héldu helgan hvíldardaginn sem fjórða boðorðið skipar. Kirkj-ur sem þessari trú og þessum siðum fylgdu voru í Mið-Afríku og meðal Armeniu manna í Asíu. En allra þeirra sem mótstöðu veittu páfavaldinu, voru Valdensarnir at-kvæðamestir. Einmitt í því landi, þar sem páfadómurinn hafði grundvallað höfuðaðsetur sitt, þar var honum ein-lægast og stöðugast veitt mótstaða. Svo öldum skifti héldu kirkjurnar í Piedmont sjálfstæði sínu. En loks-ins kom þar að rómverska valdið krafðist þess að þær yrðu sér háðar. Eftir árangurslausa baráttu gegn harð-stjórn þess urðu þessar kirkjur nauðugar að beygja sig undir vald þess afls er allur heimurinn sýndist verða að lúta. Fáeinir voru þeir þó, sem með öllu neituðu að hlýða boðum páfans eða prestanna. Þeir voru ákveðnir í því að halda sér fastir við Guð og varðveita hreinleika og einfaldleika trúar sinnar. Þá varð sundrung, þeir sem fylgdu stöðugt gömlu trúnni sögðu sig úr félagi við hina; sumir fóru frá fjalllendi því þar sem þeir voru fæddir og uppaldir og hófu merki trúar sinnar í fjarlægum löndum; aðrir flýðu í fjallagjár og hellisskúta og varðveittu þar sína réttu trú og tilbáðu hinn eina og sanna Guð. Trúar-brögð þau sem um margar aldir voru kend og boðuð af Valdensum voru gagn ólík þeirri villukenningu, sem kend var í kirkjunum í Róm. Trú þeirra var bygð á hinu skrifaða Guðs orði; hinni sönnu kristni; þeir héldu fram trú hinnar postullegu kirkju, “þeirri trú, sem heilögum hefir eitt skifti fyrir öll verið í hendur seld”. 1 “Söfnuð-urinn á eyðimörkinni”, en ekki hið drambsama klerka-vald, sem sett hefir sjálft sig í hásæti á hinum mikla höfuðstað veraldarinnar, var hin rétta og sanna kirkja Krists; verndari sannleiksfjársjóðanna, sem Drottinn hefir trúað sínum útvalda lýð fyrir, að hann útbreiði hana hér á jarðríki. DM 54.1
Valdensarnir voru meðal hinna fyrstu í Evrópu að fá ritninguna þýdda; hundruðum ára á undan siðabótinni áttu þeir handrit af biblíunni á sinni eigin tungu. Þeir höfðu óblandaðan sannleikann og fyrir þetta voru þeir sérstaklega hataðir og ofsóttir. Þeir lýstu því yfir að rómverska kirkjan væri hin fráfallna Babýlon, sem spáð er um í Opinberunarbókinni og þeir lögðu líf sitt í háska með því að lýsa því yfir skýrt og skorinort að þeir skyldu berjast gegn spillingunni. Þó sumir létu undan í trú sinni, eftir langar og miklar ofsóknir, sem þeir urðu að þola og slægju af smátt og smátt, þá héldu aðrir fast við sannleikann. Á öllum öldum hins mikla andlega myrkurs voru uppi Valdensar sem neituðu yfirráðum páfakirkjunn-ar, afneituðu líkneskjatilbeiðslu sem hjáguðadýrkun og héldu helgan hinn sanna hvíldardag. Guðsótti þessara fáu fylgjenda Krists kom fram blátt áfram, einlægur og ákafur. Þeir möttu meira sannleikann en hús eða lönd, frændur og vini og jafnvel meira en lífið sjálft. Þetta reyndu þeir trúlega að innræta hinum ungu; þeir byrjuðu á börnunum og kendu þeim og unglingunum að skilja heilaga ritningu og innrættu þeim að bera heilaga virð-ingu fyrir lögum og boðum Guðs. Fáir áttu biblíuna og þess vegna urðu menn að læra utanbókar hið heilaga orð. DM 55.1
Andi Krists er útbreiðslu andi. Allra fyrsta þrá hins endurfædda hjarta er sú að koma öðrum til þess að trúa á frelsarann. Þannig var andi hinna kristnu Valdensa. Þeir fundu til þess að Guð mundi krefjast meira af þeim en þess að þeir vernduðu orð hans og sann-leik trúarinnar hreint í kirkjunni. Þeir fundu til þeirrar heilögu ábyrgðar sem þeim hvíldi á herðum að láta ljós sitt skína fyrir þeim er í myrkri ráfuðu. Með hinu mikla afli Guðs orðs reyndu þeir að slíta þá fjötra, sem róm-verska kirkjan hafði lagt á menn. Prestar þeirra voru æfðir sem trúboðar og áttu þeir allir að vinna trúboðs-störf og var þess krafist að þeir fengju fyrst æfingu í út-breiðslu náðarboðskaparins. Hver þeirra átti að vera þrjú ár trúboði áður en hann fengi að taka að sér fastan söfnuð heima fyrir. Þetta útheimti í byrjun starfsins sjálfsafneitun og ósérplægni og var því góður undirbúningur undir prestsstöðuna á þeim tímum, sem þörf var á miklum sálarstyrkleik. Ungir menn sem tókust á hendur hina helgu prestsstöðu sáu ekki framundan sér verald-lega dýrð og auðæfi, heldur líf fult af starfi og erfiðleik-um, alls konar hættum og ef til vildi píslarvættis dauða. Trúboðarnir fóru út tveir og tveir saman, alveg eins og Kristur sendi út lærisveina sína. Venjulega var með hverjum ungum manni og óreyndum annar eldri og reynd-ari, og átti hinn síðarnefndi þá að hafa nokkurs konar gæzlu á þeim yngri; harm átti að bera ábyrgð á því að hann lærði trúboðsstarfið, og átti hinn aftur á móti að hlýða kenningum og fara eftir ráðum þess eldra. Þessir samverkamenn voru ekki ávalt saman, en mættust oft til bænahalds og ráðagerða, og styrktu þannig hvor annan í trúnni. DM 55.2
Starf þessara manna hófst á sléttum og í dölum við fjallaræturnar heima fyrir, en þeir færðu sig áfram smátt og smátt þangað til þeir voru komnir yfir fjöllin. Ber-fættir og tötrum klæddir, ferðalúnir eins og lærisveinar meistarans fóru þeir um stórborgir og til fjarlægra landa. Alstaðar sáðu þeir hinu góða sæði. Kirkjur risu upp hvar sem þeir fóru og blóð píslarvottanna vitnaði um sannleikann sem þeir kendu. Á degi Drottins kemur í ljós mikil uppskera af störfum þessara manna, þegar þær sál-ir verða taldar sem fyrir þeirra áhrif snerust til réttrar trúar. Þegjandi og hljóðalaust komst orð Drottins þann-ig smám saman með kenningum kristninnar inn á heimili og inn í hjörtu manna, sem glaðir og fagnandi veittu því móttöku. DM 56.1
Valdensarnir skoðuðu heilaga ritningu ekki aðeins sem sögu um skifti Guðs við mennina á fyrri dögum og opinberun á ábyrgð þeirra og skyldum nú, heldur skýring á hættum og dýrð í framtíðinni. Þeir trúðu því að ekki væri langt að bíða dómsdags; og með því að þeir lásu ritninguna með bænum og tárum, hafði hinn djúpi sann-leikur enn þá meiri áhrif á þá, og fylti þá enn þá meiri löngun til þess að kunngjöra öðrum hinn frelsandi sann-leika, er í henni faldist. Þeir sáu sáluhjálpar vegina greinilega birtast í hinni helgu bók og þeir fundu huggun, frið og von í því að trúa á Jesús. Með því að Guðs orð lýsti upp hjarta þeirra og skerpti skilning þeirra, og veitti þeim frið, þá fýsti þá að gera aðra hluttakandi í sömu sælu og varpa geislum inn í myrkur páfavillunnar. Þeir sáu það að undir umsjón páfa og presta var fjöldinn af fólkinu að reyna að fá syndafyrirgefningu með því að kvelja sína eigin líkami; héldu þeir að með því móti yrðu syndir afplánaðar. Þeim var kent að treysta á réttlæt-ingu af góðverkum sínum; þeir miðuðu alt við sjálfa sig; þeir höfðu hugann sífeldlega á sínum eigin syndum; þeir sáu sjálfa sig undirorpna reiði Guðs og kvöldu sig bæði andlega og líkamlega, en fundu þó hvergi frið. Þannig voru samvizkusamir trúaðir menn fjötraðir í kenningum rómversku kirkjunnar. Þúsundir manna yfirgáfu vini sína og vandafólk og eyddu æfi sinni í klausturklefum. Með stöðugum föstum og sjálfspintingum, með miðnæt-urvökum; með stöðugum bænalegum á rökum og hörð-um steingólfum í hinum óvistlegu híbýlum sínum; með löngum pílagrímsferðum; með lítillækkandi sjálfshirting-um og kvölum, sem tæplega er hægt að lýsa, reyndu þús-undir manna að ná friði við Guð og samvizku sína. Þeir voru niðurþyngdir af byrði synda sinna; nokkrum fanst sem Guð reiðinnar nálgaðist sífelt og lifðu því í stöðugum og sívaxandi ótta og skelfingu og þannig eyddu margir allri æfi sinni, þangað til þeir vesluðust út af í eymd og volæði, án þess að sjá hinn minsta geisla af andlegu ljósi eða von og lögðust til hinnar hinstu hvíldar með óútmál-anlegum kvíða. DM 56.2
Valdensana fýsti að brjóta brauð til saðnings þessum hungruðu sálum; að flytja þeim friðarboðskapinn sem boðaður er í Guðs orði og benda þeim til Krists, sem hinnar einu vonar og sáluhjálpar. Sú kenning að góð-verk geti afplánað brot gegn lögmáli Guðs álitu þeir að væri bygð á villu eða misskilningi. Það að reiða sig á mannlegan verðleika kemur í bága við kenninguna um hina eilífu ást Jesú Krists. Kristur dó til þess að frelsa mennina, því hið fallna mannkyn gat ekkert gert af sjálfsdáðum til þess að friðþægja sjálft sig við Guð. Hinn krossfesti og upprisni frelsari er grundvöllur hinnar kristnu trúar. Sál vor er eins háð Kristi, í raun og sannleika, og samband hennar við hann verður að vera eins virkilegt, eins og hvers einstaks lims við líkama vorn eða vínviðar greinanna við vínviðinn sjálfan. DM 59.1
Kenningar páfa og presta höfðu komið mönnum til þess að skoða eðli Guðs og jafnvel Krists, sem alvöru þrungið, sorgfult og bannandi. Frelsarinn var prédikað-ur samhygðarlaus við mennina í syndum þeirra, og þess vegna urðu prestarnir að vera meðalgangarar milli hans og þeirra. Þeir sem hlotið höfðu ljós í sálu sinni fyrir lærdóm Guðs orðs, vildu leiðbeina þessum döpru sálum til Krists, sem hins hluttakanda og elskanda frelsara, með útréttum líknarörmum, bjóðandi öllum að koma til sín með syndabyrði sína og áhyggjur. Þeir vildu reyna að ryðja burt þeim hindrunum, sem freistarinn hafði lagt á leiðir mannanna, til þess að þeir skyldu ekki sjá né skilja loforð Guðs orðs og koma til Drottins síns með syndajátninguna og hljóta frið og fyrirgefningu. DM 60.1
Þeir voru margir sem ekki létu blekkjast af kenning-um rómversku kirkjunnar. Þeir sáu hversu ófullkomin hlaut að vera meðalganga manna eða engla milli Guðs og syndaranna. Þegar þeir sáu hið rétta ljós í huga sínum glöddust þeir og sögðu: “Kristur er prestur vor; blóð hans er fórn vor; altari hans er játningarstaður vor”. Þeir köstuðu sér með fullu trúnaðartrausti og fullum synda-játningum í faðm Jesú Krists, og treystu honum. Þeir sögðu í sífellu: “Án trúar er ómögulegt að þóknast honum”. 1 “Eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða”. 2 DM 60.2
Fullvissan um ást frelsarans var svo að segja óskiljan-leg sumum af þessum þjáðu sálum, sem hrakist höfðu um höf freistinganna og mótlætisins. Svo mikill léttir var það sem slík kenning flutti; svo mikið og bjart ljós var það sem hún veitti inn í sálir manna að þeim fanst eins og þeir væru lifandi fluttir í bústað sælunnar. Þeir lögðu hendur sínar í hendur Krists með fullu trúnaðar-trausti, þeir stóðu föstum fótum á traustu bjargi. DM 60.3
Pannig var Guðs orð boðað og lesið í leynistöðum, stundum af einstökum mönnum, stundum af litlum söfnuði manna sem þráði ljós og sannleika. Oft var á þennan hátt vakað heilar nætur. Svo mikil var undrun og svo djúpur áhugi þeirra sem á hlýddu að sá er náðarboðskapinn flutti þurfti ekki oft að hætta fyr en hinir skildu sáluhjálparatriðin. Oft spurðu menn spurninga eins og þessara: “Er það víst að Guð vilji þiggja fórnir mínar? Getur hann virkilega brosað mér sem barni sínu? Getur hann í raun og sannleika fyrirgefið mér? “ pá var svarið lesið úr hinni heilögu bók á þessa leið: “Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og eg mun veita yður hvíld”. 1 DM 60.4
Með trú sinni skildu menn þetta fyrirheit og svöruðu á þessa leið: “Hér eftir þurfum vér ekki að fara neinar langar pílagrímsferðir, né neinar erfiðar leiðir að hinu helga altari. Nú megum vér koma til Krists rétt eins og vér erum, syndugir og vanhelgir, og hann mun ekki fyrir-líta bænir þær, sem vér flytjum honum í iðrun og auð-mýkt”. “Syndir þínar skulu þér fyrirgefnar”. “Syndir mínar, já, jafnvel mínar geta fyrirgefist” sögðu þeir. Heilagur gleði straumur fylti hjörtu þeirra og nafn Jesú Krists var dýrðlegt gjört með helgum söngum og lof-gjörðum. Þessar sælu sálir fóru frá bænasamkomum til heimila sinna til þess að kveikja ljós trúar og huggunar; til þess að skýra fyrir öðrum eins vel og þeim var unt þá nýju reynslu sem þeir höfðu hlotið; skýra það fyrir mönn-um og sanna þeim það að þeir hefðu fundið hinn lifanda og sanna sáluhjálparveg. Það var hulið og heilagt afl í orðum heilagrar ritningar, sem talaði beint til hjartna þeirra er þráðu sannleikann. Það var rödd Drottins, og henni fylgdi sannfærandi kraftur til allra sem hana heyrðu. DM 61.1
Það út af fyrir sig að þetta fólk var til og hélt fast við trú gömlu kirkjunnar, var stöðugur vitnisburður þess að rómversku kenningarnar voru villukenningar og frá-falls; og þess vegna átti sér stað hið beiskasta hatur og hinar svæsnustu ofsóknir. Neitun þess að láta af trú þeirri sem heilög ritning flutti var það brot sem róm-verska kirkjan og páfavaldið gátu ekki þolað. Þess vegna var það ákveðið að uppræta þessa menn af jörðinni. Nú hófust hinar grimdarfylstu ofsóknir, sem hugsast gátu, gegn þessu fólki í fjallaheimkynnum þess. Njósnarar voru látnir fylgja þeim eftir hvar sem þeir fóru og dráp hins saklausa Abels af völdum hins blóðþyrsta Kains var oft og einatt endurtekið. Hvað eftir anr. að var hið frjó-sama land þeirra lagt í eyði; bústaðir þeirra og bænahús brend; þar sem áður voru blómlegir akrar og friðsöm heimili saklausra manna og starfsamra sást ekki annað en gróðurlaus eyðimörk. DM 61.2
Eins og æði hvers óargadýrs eykst við hvern blóð-dropa sem það bragðar, þannig magnaðist ofsi páfadóms-ins þegar hinir rétttrúuðu urðu að þola ofsóknir. Margir hinna trúu votta Guðs voru ofsóttir þangað sem þeir höfðu flúið, hinu megin fjallanna; þeir voru leitaðir uppi í dölum, þar sem þeir höfðu valið sér griðastað í ofsókn-unum, inni á milli hárra skóga og himingnæfandi kletta DM 62.1
Ekki var hægt að koma fram með neinar kærur né ásakanir gegn þessu ofsótta fólki, því líferni þess var hreint og flekklaust, eftir því sem verið getur með mann-legar verur. Jafnvel óvinir þeirra lýstu því yfir að þess-ir menn væru guðhræddir, friðsamir og ráðvandir. Aðal-atriðið sem þeim var gefið að sök var það að þeir vildu ekki tilbiðja Guð á þann hátt sem páfinn fyrirskipaði. Fyrir þennan glæp urðu þeir að þola allar hörmungar, kvalir, þrautir og píslir, sem mannlegar og djöfullegar ofsóknir gátu upphugsað. DM 62.2
Þegar páfadómurinn í Róm ákvað það að uppræta af jarðríki þennan hataða mannflokk, þá var gefið út skjal af páfanum sjálfum, þar sem þeir voru fordæmdir sem villutrúarmenn og heimild gefin til þess að ráða þá af dögum.Þeir voru ekki ákærðir sem letingjar né óráð-vandir menn, heldur var þeim gefið það að sök að þeir hefðu á sér guðræknis-og helgiblæ, sem líklegur væri til þess að blekkja og afvegaleiða “sauði úr hinni sönnu hjörð”. Þess vegna skipaði Páfinn svo fyrir að þessir “óguðlegu og svívirðilegu menn skyldu vera drepnir eins og eitraðir höggormar, ef þeir ekki bættu ráð sitt”. Skyldi þessi ofstopafulli harðstjóri hafa búist við að sjá þessi orð aftur? Skyldi honum hafa komið það til hugar að þau væru rituð í bækur hins altsjáanda á himnum og að þar sæi hann þau á degi dómsins? “pað sem þér gerið einum af þessum mínum minstu bræðrum”, sagði Kristur, “það hafið þér mér gert”. DM 62.3
Leiðtogar páfakirkjunnar vildu ekki haga lifnaði sínum eða breytni eftir fyrirmælum Guðs orðs eða hinum miklu lögum hans, heldur skráðu þeir sjálfir lífs-reglur til þess að fylgja, og voru þeir ákveðnir í því að krefjast þess að allir aðrir fylgdu þessum reglum þeirra, af því þær væru fyrirskipaðar í Róm. Hörmulegustu kvala aðferðir voru upphugsaðar. Óguðlegir prestar og páfar framkvæmdu öll hugsanleg grimdarverk, sem Djöfullinn lét þá vinna. Miskunn og mannkærleikur var þeim óþektur. Sami andinn sem krossfesti Krist og líf-lét lærisveina hans; sami andinn sem stjórnaði hinum blóðþyrsta Neró í ofsóknum hans gegn hinum trúföstu á hans dögum, stjórnaði einnig verkum þessara manna þegar þeir hugsuðu sér að uppræta af jarðríki alla þá, er trúir væru og kærir hinum lifanda Guði. DM 62.4
Ofsóknir þær og hörmungar sem þessir guðhræddu menn urðu að líða, báru þeir með þögn og þolinmæði í margar aldir og lofuðu stöðugt og tilbáðu frelsara sinn og herra. Þrátt fyrir ofsóknirnar gegn þeim og þrátt fyrir það þótt þeir væru líflátnir hópum saman, héldu þeir áfram að senda menn út um heiminn til þess að sá hinu góða sæði. Þeir voru ofsóttir hvert sem þeir fóru og drepnir þegar tækifæri gafst; en blóð þeirra vökvaði sæð-ið sem þeir höfðu sáð og ávextirnir duldust ekki. Þannig vitnuðu Valdensarnir um Guðs orð og almætti heilum öld-um fyrir daga Lúters. Þeir fóru víða um lönd og sáðu sæði siðabótarinnar, sem hófst á dögum Wycliffes, festi djúpar og víðtækar rætur á dögum Lúters og heldur áfram vexti og þroska til daganna enda. Þessu sæði verður hér eftir sem hingað til sáð af þeim, sem viljugir eru að leggja í sölurnar alt sem þeir hafa til “fyrir sakir orðs Guðs og vitnisburðar Jesú”. 1 DM 63.1