Vegurinn til Krists
Fögnuður í Drottni
Börn Guðs eru til þess kölluð að vera fulltrúar Krists og vitna um gæzku Drottins og náð. Eins og Jesús hefur opinberað okkur hið sanna eðli föður-ins, þannig ber okkur að opinbera Krist fyrir heimi, sem þekkir ekki hlýjan og miskunnsaman kærleika hans. “Eins og þú hefur sent mig í heiminn,” sagði Jesús, “hef eg líka sent þá út í heiminn.” “Eg í þeim og þú í mér, ... til þess að heimurinn komist að raun um, að þú hefur sent mig.” Postulinn Páll segir við lærisveina Jesú: “Þér eruð augljósir orðnir sem bréf Krists”, “þekkt og lesið af öllum mönnum.” Með hverju barni sínu sendir Jesús heiminum bréf. Sért þú liðsmaður Krists, sendir hann með þér bréf til heim-ilisins, þorpsins eða götunnar, þar sem þú býrð. Jesús, sem í þér býr, þráir að fá að tala til þeirra hjartna, sem hafa ekki haft kynni af honum. Ef til vill hafa þeir menn ekki lesið Biblíuna eða heyra ekki rödd-ina, sem talar til þeirra af blöðum hennar. Þeir sjá ekki kærleika Guðs í verkum hans. En sért þú sann-ur fulltrúi Jesú, þá kunna þeir fyrir þína milligöngu að öðlast nokkurn skilning á gæzku hans og geta unnizt til að elska hann og þjóna honum. VK 125.1
Kristnum mönnum er skipað sem ljósberum á leið-inni til himna. Þeir eiga að endurvarpa yfir heiminn ljósinu, sem um þá leikur frá Kristi. Líferni þeirra og skapgerð ætti að vera þannig, að aðrir fái af þeim rétta hugmynd um Krist og þjónustu hans. VK 126.1
Ef við erum fulltrúar Krists, ber okkur að láta á sjá, hversu hrífandi þjónusta hans er í rauninni. Kristnir menn, sem sveipa um sál sína myrkri og hryggð og kveina og kvarta, sýna öðrum ósanna mynd af Guði og kristilegu líferni. Þeir láta í það skína, að Guði sé ekki þóknanlegt, að börn hans séu hamingjusöm, og þannig bera þeir ljúgvitni gegn okk-ar himneska föður. VK 126.2
Satan kann sér ekki læti, þegar hann getur leitt börn Guðs til vantrúar og örvæntingar. Hann fagnar, þegar hann sér okkur vantreysta Guði og draga í efa vilja hans og mátt til að frelsa okkur. Hann nýtur þess, er við trúum því, að Drottinn muni skaða okk-ur með forsjón sinni. Það er Satan, sem kemur því inn hjá mönnum, að Drottin skorti á samúð og með-aumkun. Hann afbakar sannleikann um Drottin. Hann elur ímyndunaraflið á röngum hugmyndum um Guð, og í stað þess að einbeita okkur að sannleikan-um um okkar himneska föður, bítum við of oft í okkur rangfærslur Satans og óvirðum Guð með því að vantreysta honum og mögla gegn honum. Satan leitast ævinlega við að gera trúarlífið ömurlegt. Hann vill láta það virðast vera erilsamt og örðugt, og þeg-ar kristnir menn gefa með líferni sínu slíka mynd af trúnni, eru þeir með vantrú sinni að renna stoðum undir vélar Satans. VK 126.3
Margir eru þeir, sem á lífsleiðinni hafa hugann jafnan bundinn við mistök sín, yfirsjónir og von-brigði, og hjörtu þeirra eru full af sorg og hugleysi. Þegar ég var í Evrópu, skrifaði trúsystir mín ein, sem svona var ástatt fyrir. Hún var altekin örvæntingu og bað mig um uppörvun. Nóttina eftir að ég las bréf-ið frá henni dreymdi mig, að ég væri í garði einum, og maður, sem virtist vera eigandi garðsins, fylgdi mér um stíga hans. Ég var að tína blóm og naut ilms-ins af þeim, þegar þessi systir, sem gengið hatði mér við hlið, vakti athygli mína á nokkrum óásjálegum villirósum, sem voru þröskuldur í götu hennar. Þarna stóð hún vílandi og volandi. Hún gekk ekki stíginn, sem leiðsögumaðurinn vísaði, heldur meðal villirósa og þyrna. “Æ”, kveinaði hún. “Er það ekki ergilegt, að þessum fagra garði skuli vera spillt með þyrnum?” Þá sagði leiðsögumaðurinn: “Láttu þyrnana eiga sig, því að þeir munu aðeins særa þig. Tíndu heldur rós-irnar, liljurnar og nellikurnar.” VK 127.1
Hefurðu ekki lifað einhverjar glaðar stundir? Hef-ur þú enga dýrmæta lífsreynslu eignazt, þegar hjarta þitt hefur bærzt af fögnuði, sem bergmálaði frá anda Guðs? Finnurðu ekki í það minnsta fáeinar fagnaðar-ríkar síður, þegar þú blaðar aftur á bak í bók lífs-reynslu þinnar? Eru ekki fyrirheit Guðs sem ilmandi blóm, er vaxa á báðar hendur meðfram leið þinni? Ætlar þú ekki að láta fegurð þeirra og unað fylla hjarta þitt fögnuði? VK 127.2
Villirósirnar og þyrnarnir geta aðeins sært þig og hryggt, og ef þú hirðir ekki um annað og færir slíkt öðrum, ertu þá ekki, auk þess að forsmá gæzku Guðs í þinn garð, að leggja stein í götu annarra á braut lífsins? VK 128.1
Ekki er hyggilegt að viða að sér öllum óskemmti-legum endurminningum frá liðinni ævi, syndum og vonbrigðum, ræða slíkt fram og aftur og harma, unz við erum yfirkomin af hugleysi. Sál sem hefur látið hugfallast og er full af myrkri, lokar úti ljósið frá Guði og varpar skugga á leiðir annarra. VK 128.2
Þökkum Guði þær björtu myndir, sem hann hefur gefið okkur. Við skulum safna saman hinum blessuðu sönnunum um kærleika hans, svo að við megum sí-fellt hafa þær fyrir augum. Sonur Guðs fór frá há-stóli föður síns og klæddi guðlegt eðli sitt mannlegu gervi til þess að bjarga mönnunum undan valdi Sat-ans. Sigur hans í okkar þágu opnaði himnana fyrir mönnunum og opinberaði fyrir sjónum þeirra mót-tökustaðinn, þar sem guðdómurinn afhjúpar náð sína. Hinu synduga mannkyni var lyft upp úr rústunum, sem það hafði orðið undir, og komið á ný í samband við hinn eilífa Guð, og eftir að hafa staðizt hið guð-lega próf í trúnni á endurlausnara okkar, íklæðumst við réttlæti Krists og erum hafin upp að hástóli hans, slíkar eru myndirnar, sem Guð vill láta okkur hug-leiða. VK 128.3
Þegar við virðumst draga kærleika Guðs í efa og vantreysta fyrirheitum hans, bá vanvirðum við hann og hryggjum heilagan anda hans. Hversu mundi móður þykja, ef börnin hennar væru sífellt að kvarta við hana, rétt eins og hún vildi þeim ekki vel, þó að allri orku hennar um dagana hafi verið beitt þeim til framdráttar og meiri vellíðanar? Ef þau drægju ást hennar í efa, mundi hjarta hennar springa. Hvernig mundi þeim foreldrum líða, sem yrðu að sæta slíkri meðferð frá hendi barna sinna? Og hvernig álit getur okkar himneski faðir haft á okkur, ef við vantreyst-um kærleika hans, sem hefur þó knúið hann til að gefa okkur einkason sinn, svo að við mættum lífi halda? Postulinn skrifar: “Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?” Hversu margir eru þeir þó ekki, sem í verkum sínum, ef ekki orðum, segja: “Drottinn á ekki við mig með þessu. Má vera, að hann elski aðra, en mig elskar hann ekki.” VK 129.1
Slíkt sem þetta er þinni eigin sál til tjóns, því að hvert efasemdarorð, sem af vörum þínum kemur, býð-ur freistingum Satans heim. Þau styrkja í þér til-hneigingar til efahyggju og englar Guðs hryggjast og yfirgefa þig. Láttu ekki örla á efa eða myrkri, þeg-ar Satan freistar þín. Ef þú leggur eyra við brýn-ingum hans, mun hugur þinn fyllast vantrausti og uppreisnarkenndum spurningum. Ef þú talar um til-finningar þínar, mun hver efasemd, sem þú lætur í ljós, ekki einasta hrífa á sjálfan þig, heldur eru þær sæði, sem mun frjóvgast og bera ávöxt i lífi annarra, og það kann að reynast óvinnandi verk að reisa skorð-ur við áhrifum orða þinna. Sjálfur kannt þú að kom-ast yfir tímabil freistinganna og losna úr neti Satans, en aðrir, sem hafa bognað fyrir áhrif frá þér, kom-ast ef til vill aldrei undan oki trúleysisins, sem þú hefur lagt á þá. Það er því ósegjanlega áríðandi, að við segjum það eitt, sem veitir andlegan styrk og líf. VK 129.2
Englar hlusta á hvaða vitni þú berð fyrir heimin-um um þinn himneska meistara. Því skaltu ræða við aðra um hann, sem lifði til þess að koma þér í sátt við föðurinn. Þegar þú heilsar vini með handabandi, láttu þá lof Guðs vera þér á vörum og í hjarta. Það verður til þess að laða hugrenningar hans til Jesú. VK 130.1
öllum mæta raunir, þungbærar sorgir og torstæð-ar freistingar. Rektu ekki raunir þínar fyrir með-bræðrum þínum, heldur skaltu fela þær Guði í bæn. Gerðu þér að reglu að mæla aldrei efa-eða æðruorð. Þú getur lagt mikið af mörkum til að gera bjartara yfir lífi annarra og styrk viðleitni þeirra með orðum vonar og heilagrar glaðværðar. VK 130.2
Margar hugprúðar sálir verða fyrir svo áköfum ásóknum freistinganna, að við liggur, að þær láti undan síga í baráttunni við sjálfar sig og mátt hins illa. Þá, sem þannig er ástatt hjá, skuluð þið örva með hugprúðum og vonglöðum orðum, sem fallin eru til að styrkja þá í stríðinu. Þannig fær ljós Krists skinið frá ykkur. “Enginn af oss lifir sjálfum sér.” Fyrir óafvituð áhrif frá okkur geta aðrir öðlazt hvatn-ingu og styrk, eða þá misst kjarkinn og hrakizt frá Kristi og sannleikanum. VK 130.3
Margir ala rangar hugmyndir um líf og skapgerð Krists. Þeir hyggja hann hafa verið gersneyddan hlýju og birtu, og að hann hafi verið alvörugefinn, strangur og gleðivana. Iðulega er öll trúarreynslan meinguð þessum dapurlegu sjónarmiðum. VK 131.1
Oft er sagt, að Jesús hafi grátið, en enginn hafi nokkru sinni vitað til, að hann brosti. Vissulega var frelsari okkar harmkvælamaður og kunnugur þján-ingum, því að hann opnaði hjarta sitt allri mannlegri eymd. En andi hans lét ekki bugast, þótt hann lifði í sjálfsafneitun og í skugga af sársauka og áhyggjum. Svipur hans bar ekki merki sorgar né möglunar, held-ur friðsamrar alvörugefni. Hjarta hans var upp-spretta lífsins, og hvar sem hann fór, bar hann með sér hvíld og frið, gleði og fögnuð. VK 131.2
Frelsari okkar var mikill alvörumaður og sjálfum sér samkvæmur, en hann var aldrei þungbúinn eða afundinn. Líf þeirra, sem taka hann sér til fyrirmynd-ar, verður alvarlegt og stefnufast, þeir munu finna til mikillar ábyrgðartilfinningar. Léttúð verður haldið í skefjum, og ekki verður til að dreifa háværri kæti né ruddalegri gamansemi. En trúin á Krist veitir frið, sem er áþekkastur fljóti. Hún slekkur ekki ljós gleð-innar, hún dregur ekki úr glaðværð né myrkvar bjart og brosmilt andlit. Kristur kom ekki til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna sjálfur, og þegar kær-leiki hans ríkir í hjartanu, munum við fara að dæmi hans. VK 131.3
Ef okkur eru jafnan efstar í huga illar og ranglátar athafnir annarra, reynist okkur ókleift að elska þá eins og Kristur hefur elskað okkur. En staðnæmist hugsanir okkar við hina undursamlegu ást Krists og meðaumkun með okkur, mun sami andi streyma frá okkur til annarra. Okkur ber að elska og virða hvert annað, þrátt fyrir galla og ófullkomleika, sem við komumst ekki hjá að verða vör við. Leggja ber rækt við lítillæti og yfirlætisleysi, og umgangast ætti galla annarra með þolinmæði og umburðarlyndi. Slíkt er til þess fallið að eyða eigingirni og gera okkur hjarta-hlý og göfuglynd. VK 132.1
Sálmaskáldið segir: “Treyst Drottni og ger gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni.” “Treyst Drottni.” Hver dagur á sínar byrðar, áhyggjur og vandamál, og hversu tamt er okkur ekki, er við hittumst, að ræða erfiðleika okkar og vandamál. Svo margir aðfengnir örðugleikar þrengja sér inn á okkur, við ölum á svo margs konar ótta með okkur, látum í ljós svo afar-miklar áhyggjur, að ætla mætti, að við ættum engan liknsaman og ástríkan frelsara, sem reiðubúinn er til að hlýða á allar bænir okkar og veita okkur hjálp, hjálp, hvenær sem að okkur þrengir. VK 132.2
Sumir eru ávallt ótta slegnir og verða sér út um vandræði. Á hverjum degi eru þeir umkringdir táknum um kærleika Guðs, og daglega njóta þeir nægta-gjafa forsjónar hans, en þeim sést yfir alla blessun-ina. Hugur þeirra er stöðugt bundinn við eitthvað ógeðfellt, sem þeir óttast að liggi í loftinu. Ef til vill er líka einhverjum erfiðleikum til að dreifa, sem blinda sjónir þeirra gagnvart því marga, sem þakka ber, þó að þeir séu smávægilegir. Erfiðleikarnir, sem þeir mæta, vekja þeim óróa og mögl og skilja þá frá Guði í stað þess að laða þá til Guðs, sem einn getur veitt þeim hjálp. VK 132.3
Breytum við nú rétt, þegar við erum svona van-trúuð? Hví skyldum við vera vanþakklát og sýna vantraust? Jesús er vinur okkar, og allur himinninn lætur sig velfarnað okkar varða. Við ættum ekki að láta örðugleika og áhyggjur hvcrsdagslifsins þjaka huga okkar og myrkva ásjónu okkar. Ef við gerum það, munum við ávallt hafa eitthvað til að vekja okkur ama og gremju. Við ættum ekki að ala með okkur áhyggjur, sem eru til þess eins fallnar að skap-rauna okkur og ergja, en hjálpa okkur ekki til að standast mótlætið. VK 133.1
Vera má að þú hafir við erfiðleika að glíma í starfi þínu, ef til vill fara horfurnar síversnandi hjá þér og stórtjón kann að vofa yfir þér. En láttu ekki hugfall-ast, varpa áhyggjum þínum á Guð og varðveittu still-ingu og glaðværð. Bið um vizku til að geta ráðið hyggilega fram úr vandamálum þínum, svo að þú fáir afstýrt tjóni og voða. Ger allt, sem í þínu valdi stendur til þess að leiða allt til farsælla lykta. Jesús hefur heitið aðstoð sinni, en ekki nema við leggjum okkur fram á móti. Þegar þú hefur svo gert allt, sem í þínu valdi stóð, í fullu trausti til hans, er okkur hjálpað, taktu þá úrslitunum með jafnaðargeði. VK 133.2
Guð vill ekki, að fólk hans sé þjakað af áhyggjum. En Drottinn blekkir okkur ekki. Hann segir ekki við okkur: “Óttizt ekki. Engar hættur eru á leið ykkar.” Hann veit, að þar bíða örðugleikar og hættur, og hann er hreinskiptinn við okkur. Hann kýs ekki að taka fólk sitt burt úr syndugum heimi, en hann vísar því á óbrigðult athvarf. Bæn hans fyrir lærisveinun-um hljóðaði svo: “Ekki bið eg, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu.” Þá segir hann og: “Í heiminum hafið þér þrenging, en verið hughraustir, eg hefi sigrað heiminn.” VK 134.1
Í fjallræðunni veitti Kristur lærisveinum sínum dýrmæta fræðslu um nauðsyn þess að treysta Guði. Þessi fræðsla var til þess ætluð að brýna börn Guðs á öllum öldum, og allt til okkar dags hefur hún veitt mönnum uppbyggingu og hugfró. Frelsarinn benti lærisveinum sínum á fugla himinsins, sem syngju lof-söngva sína án þess að íþyngja sér með áhyggjum, því að þeir “sá ekki né uppskera.” Og samt sér hinn mikli faðir fyrir þörfum þeirra. Frelsarinn spyr: “Eruð þér ekki miklu fremri en þeir?” Hin mikla for-sjón manna og dýra upplýkur hendi sinni og seður alia skepnu sína. Honum sést ekki yfir fugla himins-ins. Hann stingur að vísu ekki fæðunni í nef þeirra, en hann sér fyrir þörfum þeirra. Þeir verða að tína upp kornin, sem hann stráir yfir þá. Þeir verða að draga að efnið í hreiðrin sín. Þeir verða að ala önn fyrir ungunum sinum. Þeir ganga syngjandi að störf-um sínum, því að “yðar himneski faðir elur þá.” Og “eruð þér ekki miklu fremri en þeir?” Eruð þið, sem eruð skynsemigæddir og andlegir tilbiðjendur, ekki verðmætari en fuglar himinsins? Skyldi ekki höfund-ur tilveru okkar, sá sem varðveitir líf okkar og skóp okkur í sinni guðlegu mynd, sjá okkur fyrir þörfum okkar, ef við aðeins treystum honum? VK 134.2
Kristur benti lærisveinum sínum á liljur vallarins, sem vaxa í stórum breiðum og ljóma í sínum einfalda þokka, er hinn himneski faðir hefur gætt þær, sem tjáningu ástar hans á mönnunum. Hann sagði: “Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa.” Fegurð og yfirlætisleysi þessara vallarblóma ber langt af dýrð Salomons. Litskrúðugasti klæðnaður, framleidd-ur af mannlegri snilli, fær ekki staðizt samanburð við eðlisþokka og geislandi fegurð blómanna, sem Guð skapaði. Jesús spyr: “Fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir?” Fyrst Guð, hinn himneski listamað-ur, gefur blómunum, sem visna á einni dagsstund, hina dýrlegu og margbreytilegu liti, hversu miklu meiri umhyggju ber hann þá ekki fyrir þeim, sem skapaðir eru í hans eigin mynd? Þessari kenningu Krists er stefnt gegn áhyggjunum, ráðleysinu og efanum í trú-lausum hjörtum. VK 135.1
Drottinn vill, að allir synir hans og dætur séu ham-ingusöm, friðsöm og hlýðin. Jesús segir: “Minn frið gef eg yður; ekki gef eg yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.” “Þetta hef eg talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður yðar fullkomnist.” VK 136.1
Hamingja, sem leitað er eftir af eigingjörnum hvöt-um, utan vébanda skyldunnar, er reikul, óstöðug og hverful. Hún gengur mönnum úr greipum, og sálin fyllist einmanakennd og harmi. En í þjónustunni við Guð er að finna fögnuð og fullnægju. Kristið fólk þarf ekki að vaða í villu, það er ekki ofurselt fánýtri iðrun og vonbrigðum. Ef hamingjan fellur okkur ekki í skaut í þessu lífi, þá getum við samt litið með fögn-uði til lífsins fyrir handan. VK 136.2
En jafnvel hérna megin geta kristnir menn glaðzt í samfélaginu við Krist. Þeir geta notið ljóss kær-leika hans og sífelldrar huggunar návistar hans. Við hvert fótmál okkar getum við færzt nær Jesú, kynnzt kærleika hans nánar og komizt skrefi nær hinum blessuðu heimkynnum friðarins. Því skulum við ekki varpa frá okkur djörfung okkar, heldur vera óbifan-leg í traustinu, öflugri en nokkru sinni fyrr. “Hingað til hefur Drottinn hjálpað oss”, og hann mun hjálpa okkur, unz yfir lýkur. Lítum á sjálfan grundvöllinn, sem minnir okkur á, hvað Drotinn hefur gert til að færa okkur huggnn og frelsa okkur frá viðurstyggð eyðileggingarinnar. Geymum okkur vandlega í huga alla hina innilegu náð, sem Guð hefur auðsýnt okkur, tárin, sem hann hefur þerrað, þjáningarnar, sem hann hefur linað, áhyggjurnar, sem hann hefur upprætt, óttann, sem hann hefur vísað á bug, skortinn, sem hann hefur bætt úr, blessunina, sem hann hefur veitt okkur, og á þann hátt eflt okkur til að horfast í augu við allt það, sem á leið okkar verður á ófarinni píla-grímsgöngu. VK 136.3
Við komumst ekki hjá að sjá fram á nýja örðug-leika í baráttunni, sem í hönd fer, en við getum litið jafnt til þess, sem að baki er, og sem er fram undan, og sagt: “Hingað til hefur Drottinn hjálpað oss.” “Afl þitt réni eigi, fyrr en ævina þrýtur.” Raunirnar munu ekki verða meiri en þrekið, sem okkur er gefið til að standast þær. Því skulum við ganga að störfum okkar, hvar sem er, örugg í þeirri trú, aö hvað sem á kunni að dynja, muni okkur gefast styrkur, sem samsvari erfiðleikunum, sem að hendi bera. VK 137.1
Innan skamms verður hliðum himnanna lokið upp fyrir börnum Guðs, og af vörum konungs dýrðarinn-ar mun blessunin hljóma í eyrum þeirra eins og un-aðlegasta tónlist: “Komið, þér hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims.” VK 137.2
Þá munu hinir frelsuðu boðnir velkomnir til heim-kynnanna, sem Jesús er að undirbúa þeim. Þar lenda þeir ekki í nábýli við spillingu jarðarinnar, lygara, hjáguðadýrkendur, sauruga og trúlausa, heldur munu þeir blanda geði við þá, sem hafa sigrazt á Satan og fyrir guðlega náð hefur tekizt að þroska með sér fullkomna skapgerð. Hver syndsamleg tilhneiging og hver sá ófullkomleiki, sem lýtir þá hérna, hefur verið máður burt með blóði Krists, og þeir hafa öðlazt hlutdeild í ljóma og birtu dýrðar hans, sem langt ber af sólinni. Og siðferðileg fegurð hans, fullkomnun skapgerðar hans, ljómar af þeim, svo að það tekur hinni ytri dýrð fram. Þeir eru lýtalausir frammi fyrir hinum mikla, hvíta hástóli, hluttakendur í tign og réttindum englanna. VK 137.3
“Hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína?” þegar hann hugleiðir hinn dýrlega arf, sem honum kann að falla í skaut. Vera má, að hann sé fátækur, og samt getur hann átt auð og göfgi, sem heimurinn fær engum veitt. Sál, sem er frelsuð og hreinsuð af allri synd og helgar alla sína göfugu krafta þjónustu við Guð, er ómetanleg. Og það er fögnuður á himnum í návist Guðs og hinna heilögu engla yfir sérhverri sál, sem frelsast, fögnuður, sem tjáður er í helgum sigursöngvum. VK 138.1