Vegurinn til Krists
Að ná Kristsfyllingu
Í Biblíunni er talaö um þá breytingu, er verður á hugarfarinu, þegar við gerumst börn Guðs, sem fæðingu. Öðru sinni er henni líkt við anga hins góða sæðis, sem bóndi sáði. Á svipaðan hátt verða þeir, sem nýlega hafa snúizt til Krists, eins og “nýfædd börn” að “vaxa í öllu upp”, unz þeir verða fullorðnir í Kristi. Eða eins og hið góða sæði, sem sáð var í akurinn, eiga þeir að vaxa upp og bera ávöxt. Jesaja segir: “Þeir munu kallaðir verða réttlætiseikur, plant-an Drottins honum til vegsemdar.” Þannig eru líking-ar sóttar í náttúruna til að auðvelda okkur að skilja betur leyndardómsfull sannindi andlega lífsins. VK 75.1
Þó að mennirnir beiti allri vizku sinni og kunnáttu, hrekkur það ekki til að vekja líf í nokkurri ögn í náttúrunni. Plöntur og dýr geta einungis lifað því lífi, sem Guð hefur gefið þeim. Á sama hátt megnar Guð einn að kveikja andlegt líf í mannshjörtunum. Enginn getur öðlazt hlutdeild í því lífi, sem Kristur kom til að gefa okkur, “nema hann sé getinn að ofan.” Um vöxtinn gildir hið sama og um lífið. Það er Guð, sem lætur hnappinn blómstra og blómið bera ávöxt. Fyrir hans mátt þroskast sæðið, “fyrst stráið, þá axið, þá fullt hveitikorn í axinu.” Og spámaðurinn Hósea segir um Israel, að “hann skal blómgast sem lilja.” “Þeir sem búa í skugga hans, skulu aftur rækta korn og blómgast eins og vínviður.” Og Jesús býður okkur að gæta “að liljunum, hversu þær vaxa.” Plönturnar og blómin spretta ekki fyrir eigin um-hyggju, ástundun eða atbeina, heldur með því að móttaka það, sem Guð hefur gefið þeim til viðhalds lífinu. Barnið getur ekki fyrir eigin atbeina aukið við vöxt sinn. Engu fremur getur þú, þrátt fyrir áhyggjur og eigin atbeina, tryggt þér andlegan viðgang. Plönt-urnar og börnin vaxa með því að móttaka úr um-hverfi sínu það, sem þau þurfa sér til viðurværis, — úr andrúmsloftinu, sólarljósinu og fæðunni. Það sem þessar gjafir náttúrunnar eru dýrum og plöntum, er Kristur þeim, sem honum treysta. Hann er þeim “eilíft ljós”, “sól og skjöldur”. “Hann skal verða Ísrael sem döggin”. “Hann mun falla sem regn niður á ný-slegið engi”. Hann er hið lifandi vatn, “brauð Guðs . . . sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf”. VK 75.2
Með sinni óviðjafnalegu gjöf, þegar Guð gaf son sinn, umlukti hann veröldina náðarlofti, sem er eins raunverulegt og andrúmsloftið, sem umlykur hnött-inn. Allir sem kjósa að draga að sér þetta lífgjafarloft, munu lifa og ná fullum þroska í Kristi Jesú. VK 76.1
Eins og blómin breiða sig út móti sólu, til þess að skínandi geislar hennar megi stuðla að fegrun þeirra og enn fullkomnara samræmi, svo ber okkur að snú-ast við sól réttlætisins, til þess að ljós himinsins fái skinið á okkur og skapgerð okkar þroskist eftir mynd Krists. VK 76.2
Hið sama kennir Jesús, þegar hann segir: “Verið í mér, þá verð ég líka í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vín-viðinum, þannig ekki heldur þér, nema þér séuð í mér ... án mín getið þér alls ekkert gert.” Þið getið ekki frekar lifað heilögu lífi án Krists en greinin dafnað og borið ávöxt án stofnsins. Án hans færðu ekki lifað. Þig brestur algerlega þrek til að standast freistingarnar eða vaxa í náð og helgi. Ef þú lifir í Kristi, geturðu blómgazt. Ef þú sækir lífsfyllingu þína til hans, munt þú ekki visna né vera ávaxtalaus. Þér mun farnast sem tré, er vex á árbakka. VK 77.1
Margir hyggja, að þeim beri að vinna nokkurn hluta verksins einir. Þeir hafa treyst Kristi, hvað áhrærir fyrirgefningu syndanna, en nú leitast þeir við að lifa réttu líferni á eigin spýtur. En hver slík tilraun hlýtur að fara út um þúfur. Jesús segir: “Án mín getið þér alls ekkert gjört.” Vöxtur okkar í náð-inni, fögnuður okkar, nytsemi okkar, — allt veltur þetta á samfélaginu við Krist. Með því að lifa í sam-félagi við hann á hverjum degi og hverri stundu — lifa í honum — vöxum við í náðinni. Hann er ekki einungis höfundur trúar okkar, heldur og fullkomn-ari hennar. Kristur er fyrstur, síðastur og ævinlega. Hann á að vera með okkur ekki einungis við upphaf og endi á ferli okkar, heldur við hvert fótmál okkar. Davíð segir: “Eg hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg-ar hann er mér til hægri handar, verð ég eigi valtur á fótum.” VK 77.2
Ef til vill spyr þú: “Hvernig á ég að vera í Kristi?” Eins og þú meðtókst hann í upphafi. “Eins og þér því hafið tekið á móti Kristi, drottni Jesú, svo skuluð þér lifa í honum.” “Hinn réttláti mun lifa fyrir trúna.” Þú gafst Guði til þess að vera hans óskiptur, þjóna honum og hlýðnast, og þú veittir Kristi viðtöku sem frelsara þínum. Sjálfur gazt þú ekki friðþægt fyrir syndir þínar né umbreytt hjarta þínu. En er þú hafðir gefizt Guði, trúðir þú, að hann gerði allt þetta fyrir þig vegna Krists. Fyrir trúna varðst þú Krists eign, og fyrir trúna ber þér að vaxa í honum — með þvi að gefa og þiggja. Þér ber að gefa allt — hjarta þitt, viljaþrek og þjónustu, — gefa honum sjálfan þig og hlýðnast öllum kröfum hans. Og þú verður að þiggja allt — Krist, fyllingu allrar blessunar, að hann megi búa í hjarta þínu, vera styrkur þinn, réttlæti og eilíf stoð — til að veita þér mátt til að hlýðnast. VK 78.1
Helga þú þig Guði að morgni. Lát það verða þitt fyrsta verk. Lát bæn þína hljóða svo: “Gefðu, Drott-inn, að ég megi vera þinn heill og óskiptur. Ég legg allt mitt ráð þér í skaut. Notaðu mig í dag í þína þjónustu. Vertu í mér, og gefðu, að öll mín störf megi verða unnin í þér.” Þetta verður að gerast daglega. Hvern morgun skaltu helga þig Guði þann dag, sem í hönd fer. Fel honum öll áform þín, svo að þau megi ná fram að ganga eða farast fyrir eftir því sem for-sjón hans ákvarðar. Þannig getur þú hvern dag falið líf þitt Guði á vald, þann veg mótast líf þitt æ meira af líferni Krists. VK 78.2
Lífið í Kristi er friðsælt.Ef til vill er í því ekki mikið um ofsagleði, en það ætti að bjóða varanlegt og frið-sælt traust. Vonin er ekki við mann sjálfan tengd, heldur Krist. Veikleiki manns sameinast styrk hans, fávizka manns vizku hans, breyzkleiki manns þol-gæði hans. Þess vegna skyldu menn ekki líta til sjálfra sín né láta hugann dvelja við eigin málefni, heldur snúa huganum til Krists. Hugleiðum kærleika hans, fegurð og fullkomnun skapgerðar hans. Kristur i sjálfsafneituninni, auðmýkingunni, hreinleikanum og heilagleikanum, í óviðjafnanlegum kærleika sin-um, — þetta eru sálinni verðug íhugunarefni. Með því að elska hann, taka hann sér til fyrirmyndar og treysta honum til fullnustu, umbreytast menn í hans mynd. VK 79.1
Jesús segir: “Verið í mér.” Þessi orð flytja boðskap um hvíld, hald og traust. Annað sinn býður hann: “Komið til mín ... og eg mun veita yður hvíld.” Orð sálmaskáldsins túlka sömu hugmynd: “Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann.” Og Jesaja segir: “Í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.” Þessa hvíld er ekki að finna í athafnaleysi, því að í boði frelsarans er fyrirheitið um hvíld tengt kallinu til starfa. “Takið á yður mitt ok, ... og þá skuluð þið finna sálum yðar hvíld.” Það hjarta, sem fullkomlegast hvílir í Kristi, mun starfa fyrir hann af mestri einlægni og kostgæfni. VK 79.2
Þegar hugurinn dvelur við okkur sjálf, beinist hann frá Kristi, uppsprettu orkunnar og lífsins. Þess vegna leitast Satan í sífellu við að draga athygli okk-ar frá frelsaranum og með því móti hindra samfélag sálarinnar við Krist. Lystisemdir heimsins, áhyggjur, vandamál og sorgir, ágallar annarra, eigin ávirðingar og ófullkomleiki, — að þessum efnum öllum í senn eða einstökum, leitast hann við að beina athygli okkar. Látið ekki blekkjast af þessum vélum. Of oft tekst honum að fleka marga, sem eru sómakærir og þrá að lifa Guði þóknanlega, til þess að hugleiða eigin ávirðingar og ófullkomleika. Og með því að skilja þá þannig frá Kristi, gerir hann sér vonir um að fá sigrað þá. Við ættum að forðast að verða of innhverf og gefa okkur á vald áhyggjum og ótta um sáluhjálp okkar. Allt slíkt leiðir sálirnar frá orkuuppsprettu okkar. Felum sálir okkar Guði á vald og treystum honum. Tölum og hugsum um Jesúm. Gleymum sjálf-um okkur vegna hans. Rýmum efanum á brott, vísum óttanum á bug. Segjum með postulanum Páli: “Sjálf-ur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. En það sem eg þó enn lifi í holdi, það lifi eg í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í söl-urnar fyrir mig.” Hvílið í Guði. Honum er treystandi til að varðveita það, sem þú hefur falið honum. Ef þú felur þig honum, mun hann færa þér meira en nokkrum sigurvegara fyrir þann, sem hefur elskað þig. VK 80.1
Með því að gerast maður, tengdi Kristur mann-kynið við sig þeim kærleiksböndum, sem enginn mátt-ur fær rofið annar en eigið val mannsins. Satan reynir án afláts með freistingum að tæla okkur til að slíta þessi bönd, — að kjósa að skiljast frá Kristi. Fyrir því þurfum við stöðugt að standa á varðbergi, biðja þess, að ekkert fái glapið okkur til að velja okkur annan læriföður, því að slíkt stendur okkur ævinlega til boða. En við skulum aldrei missa sjónar á Kristi, þá mun hann varðveita okkur. Meðan við horfum á Krist, er okkur borgið. Ekkert fær hrifið okkur úr hendi hans. Með því að hafa hann stöðugt fyrir aug-um munum við “ummyndast til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar, með því að það kemur frá Drottni, andanum.” VK 81.1
Á þennan hátt ávannst fyrstu lærisveinunum að líkjast hjartfólgnum frelsara sínum. Þegar þessir lærisveinar heyrðu orð Jesú, fundu þeir, að þeir þörfnuðust hans. Þeir leituðu hans, fundu hann og fylgdu honum. Þeir voru samvistum við hann inni við, til borðs, í einrúmi og úti við. Þeir umgengust hann sem lærisveinar kennara, og daglega lærðu þeir af vörum hans helg sannindi. Þeir litu til hans sem þjónar til húsbónda síns til þess að fá að vita, hvað þeim bæri að gera. Lærisveinar þessir voru menn, “sama eðlis og vér”. Þeir háðu sams konar baráttu við syndina. Þeir þörfnuðust sömu náðar til þess að fá lifað heilögu lífi. VK 81.2
Meira að segja Jóhannes, lærisveinninn elskaði, og sem fullkomlegast endurspeglaði mynd frelsarans, átti ekki í eðli sínu þetta blíða skaplyndi. Hann var ekki einasta framhleypinn og metnaðargjarn, heldur og uppstökkur og hefnigjarn, þegar honum fannst sér misboðið. En þegar honum var ljóst orðið eðli hins guðdómlega, opnuðust augu hans fyrir eigin ávirð-ingum, og sú vitneskja auðmýkti hann. Styrkurinn og þolgæðin, mátturinn og viðkvæmnin, tignin og mild-in, sem hann sá fyrir sér í daglegu lífi Guðs sonar, fyllti sál hans aðdáun og ást. Með hverjum deginum dróst hjarta hans nær Kristi, unz hann missti sjónar á sjálfum sér af kærleika til meistara síns. Hefni-girni hans og hroki rýmdu sess fyrir mótunarkrafti Krists. Endurnýjandi áhrif heilags anda ummynduðu hjarta hans. Máttur kærleika Krists olli gerbreytingu á hugarfari hans. Þetta er óbrigðul afleiðing af sam-félaginu við Jesúm. Þegar Kristur býr hið innra með mönnum, taka þeir algerum sinnaskiptum. Andi Krists og kærleiki hans mýkir hjartað, mildar sálina og lyftir huga og þrá til Guðs og himna. VK 81.3
Þegar Kristur steig upp til himna, fundu samfylgd-armenn hans enn til návistar hans. Það var persónuleg návist, full ástar og birtu. Jesús, frelsarinn, sem hafði farið um með þeim, talað við þá og beðið með þeim, hafði flutt hjörtum þeirra von og huggun, og með friðarboðskapinn ennþá á vörunum hafði hann verið hrifinn frá þeim upp til himna. Og hljómur raddar hans hafði borizt þeim, þegar englaskarinn veitti hon-um viðtöku: “Og sjá, eg er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar.” Hann hafði stigið upp til himna í mannlegri mynd. Þeir vissu, að fyrir hástóli Guðs var hann ennþá vinur þeirra og frelsari, að sambúð hans var hin sama og fyrr, að hann var ennþá tengdur þjáningum mannkynsins. Hann var að leggja fyrir Guð verðleika síns eigin dýrmæta blóðs og sýndi sár handa sinna og fóta til marks um það verð, er hann hafði goldið fyrir þá, sem hann endurleysti. Þeir vissu, að hann hafði stigið til himna til að búa þeim stað, og hann mundi koma aftur og taka bá til sín. VK 82.1
Er þeir komu saman eftir uppstigninguna, þráðu þeir ákaft að bera fram óskir sínar við föðurinn í nafni Jesú. í hátíðlegri lotningu lutu þeir höfði í bæn og endurtóku fyrirheitið: “Hvað sem þér biðjið föð-urinn um, það mun hann veita yður í mínu nafni. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni; biðjið, og þér munuð öðlast, til þess að fögnuður yðar verði fullkominn.” Hærra og hærra réttu þeir upp hendur trúarinnar með hinni máttugu röksemd: “Kristur Jesús er sá, sem dáinn er, og meira en það, er upp-risinn frá dauðum, hann sem er við hægri hönd Guðs, hann sem einnig biður fyrir oss.” Og hvítasunnan færði þeim návist huggarans, sem Kristur hafði sagt um: “Hann dvelur hjá yður og er í yður.” Og enn-fremur hafði hann sagt: “Það er yður til góðs, að eg fari burt. Því að fari eg ekki burt, mun huggarinn ekki koma til yðar, en þegar eg er farinn, mun eg senda hann til yðar.” Upp frá því ætlaði andi Krists jafnan að búa í hjörtum barna sinna. Samfélag þeirra við hann varð nánar en þegar hann var sjálfur ná-vistum við þá. Birtan, ástin og mátturinn frá Kristi, sem með þeim dvaldi, geislaði af þeim, svo að menn, sem sáu þá “undruðust ... Og þeir könnuðust við þá, að þeir höfðu verið með Jesú.” VK 83.1
Allt sem Kristur var hinum fyrstu lærisveinum, þráir hann að verða núlifandi börnum sínum. Því að í hinztu bæn sinni, er hann bað umkringdur fámenn-um hópi lærisveina, sagði hann: “En eg bið ekki ein-ungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra.” VK 84.1
Jesús bað fyrir okkur, og hann bað þess, að við mættum verða eitt með honum eins og hann er eitt með föðurnum. Hvílíkt samfélag. Frelsarinn hefur sagt um sjálfan sig: “Sonurinn getur ekkert gert af sjálfum sér.” “Faðirinn, sem í mér er, hann gerir verk sín.” Ef því Kristur býr í hjörtum okkar, mun hann verka í okkur, “bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.” Við munum starfa eins og hann starfaði, við munum auðsýna sama anda. Og með því að elska hann þannig og vera í honum, munum við “vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, — Kristur.” VK 84.2